Ragna Dúa Þórsdóttir ráðin til Sendinefndar Evrópusambandsins

Sendinefnd Evrópusambandsins býður Rögnu Dúu Þórsdóttur velkomna til starfa, en hún hóf nýlega störf sem starfsnemi við Stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.

 

Ragna Dúa er útskrifuð frá Háskóla Íslands með BA gráðu í heimspeki með tölvunarfræði sem aukagrein. Samhliða því námi sat hún í stjórn Soffíu, félagi heimspekinema, ásamt því að vera aðstoðarkennari við iðnaðarverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Ragna Dúa leggur nú stund á meistaranám í stjórnmálafræði, heimspeki og opinberri stjórnsýslu við University of Milan á Ítalíu þar sem áherslusvið hennar er samband tækninnar og samfélagsins, ásamt því að rannsaka áhrif skautunar á stjórnmál og fjölmiðlalandslagið.

Vertu velkomin til starfa!