Sendinefnd ESB þakkar Óskari Erni fyrir góð störf

Óskar Örn Bragason lauk starfsnámi sínu við Sendinefndina síðastliðinn föstudag. Sendinefndin þakkar honum fyrir vel unnin störf.

 

Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi kveður Óskar Örn Bragason eftir frábær störf sem starfsnemi í stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.

Sem starfsnemi sá Óskar Örn um verkefni sem sneru m.a. að málefnum útlendinga, umhverfis- og loftslagsmálum, störfum Alþingis, ásamt ferðamálum og fleiru. Þar að auki sinnti Óskar greiningu á fjölmiðlaumfjöllun og stjórnmálasviptingum, ræðu- og greinaskrifum, þýðingarvinnu, samfélagsmiðlaumsjón og skipulagningu viðburða.

Óskar Örn hefur verið öflugur starfskraftur hjá okkur síðustu sex mánuði og óskum við honum alls hins besta í framtíðarverkefnum.

Á myndinni má sjá Sendiherra ESB, Lucie Samcová-Hall Allen, veita Óskari Erni vottorð um starfsnámslok.