Sendinefnd ESB tók þátt í Alþjóðadegi HR 2023

Varasendiherra ESB á Íslandi og starfsnemar Sendinefndarinnar mættu á Alþjóðadag HR og ræddu við nemendur.

 

Háskólinn í Reykjavík hélt árlega Alþjóðadaginn í Sólinni þann 8 febrúar 2024. Á Alþjóðadegi HR gefst nemendum tækifæri til þess að læra um alþjóðleg tækifæri sem standa þeim til boða t.d skiptinám, náms- og rannsóknastyrki, framhaldsnám í erlendum skólum, sem og starfsnám hjá alþjóðlegum stofnunum.

Varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Samuel Ulfgard, mætti fyrir hönd Evrópusambandsins ásamt tveimur starfsnemum. Þau ræddu við forvitna nemendur um áhugaverð og nytsamlegar áætlanir Evrópusambandsins líkt og ERASMUS+, starfsnám hjá ESB stofnunum, sem og hlutverk og skyldur Sendinefndar ESB gagnvart Íslandi og samskiptum milli Íslands og ESB.

Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í "Evrópska háskóla framtakinu" eða "European Universities Initiative" sem er áætlun Evrópusambandsins og er háskólinn hluti af NeurotechEU - bandalagi 8 evrópskra háskóla: Radboud University, Universidad Miguel Hernández de Elche, Karolinska Institutet, Rheinische Friedrich-Wilhelms-Universität Bonn, Boğaziçi Üniversitesi, Universitatea de Medicină și Farmacie din Cluj-Napoca, and Université de Lille.

Evrópska háskólaframtakið - European Universities Initiative

Árið 2017 kynntu leiðtogar Evrópusambandsins sameiginlegu sýn þeirra í málefnum sem snúa að menntun og menningu. Sem hluti af sameiginlegri nálgun þeirra kallaði Leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) eftir því að aðildarríki ESB, Ráðherraráðið, og Framkvæmdastjórn ESB legðu fram ýmsar tillögur að sameiginlegum verkefnum, líkt og Evrópska háskólaframtakið.

Evrópska háskólaframtakið er verkefni sem stuðlar að auknu mennta- og rannóknasamstarfi milli háskóla innan Evrópu. Verkefnið gerir nemendum kleipt að taka námskeið í bandalagsháskólum sínum og skapar vettvang fyrir háskóla til þess að samnýta tækifæri, aðbúnað, upplýsingar, gögn og sérhæfingu bandalagsháskóla - óháð landamærum. Samstarfið veitir því einnig nemendum, rannsakendum og háskólakennurum tækifæri til þess að öðlast alþjóðlega reynslu og stækka faglegt tengslanet sín.

Kynntu þér meira á: https://education.ec.europa.eu/education-levels/higher-education/european-universities-initiative