Sendinefnd ESB þakkar Örnu Dís fyrir góð störf

Arna Dís Heiðarsdóttir lauk starfsnámi sínu hjá Sendinefnd Evrópusambandsins í dag. Sendinefndin þakkar Örnu Dís fyrir góð störf.

 

Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi þakkar Örnu Dís Heiðarsdóttur fyrir frábær störf sem starfsnemi í stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.

Sem starfsnemi sá Arna Dís um málefni sem sneru m.a. að Evrópska efnahagssvæðinu, EES-samningnum og þrjátíu ára afmæli samningsins, störfum Alþingis og fastanefnda, o.fl. Þar að auki sinnti Arna Dís einnig ræðu og greinaskrifum, þýðingarvinnu, samfélagsmiðlum, og skipulagningu viðburða.

Arna Dís hefur verið öflugur starfskraftur í stjórnmála- og upplýsingardeildinni og sendinefndin óskar Örnu Dís góðs gengis í framtíðarverkefnum.

 

Á myndinni má sjá sendiherra ESB á Íslandi, Lucie Samcová-Hall Allen, veita Örnu Dís vottorð um starfsnámslok.