Western Europe

Evrópska handtökuskipunin tekur gildi á Íslandi

31/10/2019 - 13:57
News stories

Þann 1. nóvember tekur evrópska handtökuskipunin gildi á Íslandi og í Noregi, en hún hefur verið í gildi innan ESB síðan 2004.

Frá og með 1. nóvember tekur gildi samningur milli ríkja Evrópusambandsins og lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs um málsmeðferð við afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs. Þetta gerir að verkum að glæpamenn eða fólk, grunað um glæpsamlegt hátterni, verður framselt milli þessara ríkja og þannig má koma í veg fyrir að málsmeðferð dragist úr hófi fram, eða falli niður.

Fyrir utan skilvirkari og fljótvirkari málsmeðferð í samræmi við lönd Evrópusambandsins verður ein mikilvægasta breytingin sú að ríkin þurfa nú að framselja eigin ríkisborgara til annarra aðildarríkja, sé farið fram á það, nema sérstök yfirlýsing sé gefin út um annað af viðkomandi ríki. Þetta dregur úr líkum á refsileysi, þar sem meintir eða dæmdir glæpamenn geta ekki lengur forðast málsmeðferð með því að fela sig í heimaríkinu.

Evrópska handtökuskipunin tók gildi í janúar 2004 í ríkjum Evrópusambandsins. Hún auðveldar og flýtir málsmeðferð í sakamálum, um leið og hún tryggir grundvallarréttindi framseldra einstaklinga. Samningurinn sem tekur gildi á morgun endurspeglar að miklu leyti reglur ESB frá 2004. Þær byggja á gagnkvæmu trausti og beinu samstarfi refsivörslu- og dómskerfa landanna. Umrætt framsal byggir á nokkrum stoðum, svo sem þeirri að ríkið sem fær framsalsbeiðnina framkvæmi hana án þess að taka efnislega afstöðu til viðkomandi ásakana. Einnig gilda ströng viðmið um hve langan tíma ríkin hafa til að framselja einstaklinginn. Þá er ein meginstoðin sú að ríki hafa takmarkaðan rétt til að hafna því að framselja einstaklingana.

ESB, Ísland og Noregur samþykktu samninginn sín í milli árið 2006 en ákveðnum formsatriðum þurfti að fullnægja áður en hann gat tekið gildi.

Frekari upplýsingar á ensku um evrópsku handtökuskipunina:

Talsmaður Eurojust - Refsivörslustofnunar Evrópusambandsins:

Ton van Lierop
Sími: 00 31 70 412 5518
GSM: 00 31 6 27194773
tvanlierop@eurojust.europa.eu eða media@eurojust.europa.eu

Einnig getur sendinefnd ESB á Íslandi veitt upplýsingar á íslensku: klemens.thrastarson@eeas.europa.eu

Editorial Sections: