Sendiherra ESB á Íslandi stóð að skógrækt í Heiðmörk: Um 1,000 tré gróðursett

Föstudaginn 12 september 2025 stóð sendinefnd ESB á Íslandi að skógrækt í Heiðmörk í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur. 

 

Sendinefnd ESB á Íslandi stóð að skógrækt í Heiðmörk á föstudaginn seinasta í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. 

Í fallegu haustveðri, gróðursetti starfsfólk sendinefndar ESB og sendiráða Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Póllands, Spánar, Svíþjóðar og Þýskalands gróðursettu um 1,000 trjám í lítið grónu svæði í útjaðri Heiðmerkurskógar. 

Viðburðurinn var haldinn til þess að vekja athygli á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs í umhverfis- og loftslagsmálum, en 10 ár eru liðin frá undirritun Parísarsáttmálans.

Sendinefndin þakkar starfsfólki Skógræktarfélags Reykjavíkur fyrir samstarfið. Þetta er í annað skiptið sem sendinefnd ESB á Íslandi stendur að skógrækt, en síðast var viðburður haldinn í október 2023.