European Union External Action

Hvernig taka skal þátt í útboði hjá EEAS

28/02/2017 - 08:33
Overview

Hefurðu áhuga á því að taka þátt í útboði hjá okkur? Kynntu þér hvernig það er gert.

Lítil og meðalstór útboð

Hafir þú áhuga á að taka þátt í litlu eða meðalstóru útboði hjá okkur, getur þú lýst yfir áhuga þínum með því að senda okkur eftirfarandi upplýsingar:

  • nafn fyrirtækis,
  • póstfang,
  • tengilið,
  • netfang

á það netfang tengiliðs sem tilgreint er í hverju útboði fyrir sig. Vinsamlegast skrifaðu í efnisreit tölvuskeytisins heiti eða viðfangsefni þess útboðs sem þú hefur áhuga á.

Þegar frestur til áritunar (yfirlýsing um áhuga) er liðinn, verður þér bætt á skrá yfir þá tilboðsgjafa sem fá send útboðsgögn með upplýsingum um hvernig leggja eigi fram tilboð.

Útboð fyrir háar upphæðir

Hafir þú áhuga á að gera tilboð í útboð með háum upphæðum, fylgstu þá vinsamlegast með Stjórnartíðindum Evrópusambandsins þar sem tilkynning um útboð verður birt. Upplýsingar um hvernig leggja skuli fram tilboð verða birtar í tilkynningu um útboð þegar það er kynnt.

Hér að neðan er að finna ýmsar mikilvægar upplýsingar um mismunandi flokka eða tegundir samninga á grundvelli áætlaðs samningsverðmætis þeirra.
Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins (European External Action Service - EEAS) og þar með taldar sendinefndir ESB, falla undir ákvæði fjárhagsreglugerðar sem eiga við um almenna fjárhagsáætlun ESB, beitingu reglna hennar og tilskipanir ESB um samhæfingu verkferla við úthlutun opinberra samninga.

Skylt er að bjóða út samninga um kaup á vörum, þjónustu og framkvæmdum sem nema hærri upphæð en 1.000 evrum. Um er að ræða eftirfarandi flokka samninga, á grundvelli áætlaðs verðmætis samningsins:

  • Samningar um mjög lágar upphæðir: samningar um framkvæmdir, þjónustu og innkaup fyrir upphæð á bilinu 1.000 til 15.000 evrur;
  • Samningar um lágar upphæðir: samningar um framkvæmdir, þjónustu og innkaup fyrir upphæð á bilinu 15.000 til 60.000 evrur;
  • Samningar fyrir meðalháar upphæðir: samningar um þjónustu, innkaup og framkvæmdir fyrir hærri upphæð en 60.000 evrur og lægri en 139.000 evrur fyrir þjónustu- og innkaupasamninga eða framkvæmdasamninga fyrir lægri upphæðir en 5.350.000 evrur;
  • Samningar fyrir háar upphæðir: þjónustu- og innkaupasamningar hærri en 139.000 evrur og framkvæmdasamningar fyrir hærri upphæðir en 5.350.000 evrur.

Útboð með lágum og meðalháum upphæðum eru háð kynningu fyrirfram á vefsetrum EEAS eða sendinefndum ESB undir hlekknum Útboð (Tenders).

Vinsamlegast athugið að aðeins verða metin tilboð þeirra tilboðsgjafa sem EEAS eða sendinefnd ESB bauð að gera tilboð (þeir sem fengu boð um að leggja fram tilboð í tölvuskeyti, pósti eða með boðbera).

Birta þarf útboð fyrir háar upphæðir í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Birtar verðar upplýsingar um hvernig tilboð skuli gerð í sérstakri samningstilkynningu, þegar útboðið hefst. 

Ritstjórnargreinar: