Lítil og meðalstór útboð
Hafir þú áhuga á að taka þátt í litlu eða meðalstóru útboði hjá okkur, getur þú lýst yfir áhuga þínum með því að senda okkur eftirfarandi upplýsingar:
- nafn fyrirtækis,
- póstfang,
- tengilið,
- netfang
á það netfang tengiliðs sem tilgreint er í hverju útboði fyrir sig. Vinsamlegast skrifaðu í efnisreit tölvuskeytisins heiti eða viðfangsefni þess útboðs sem þú hefur áhuga á.
Þegar frestur til áritunar (yfirlýsing um áhuga) er liðinn, verður þér bætt á skrá yfir þá tilboðsgjafa sem fá send útboðsgögn með upplýsingum um hvernig leggja eigi fram tilboð.
Útboð fyrir háar upphæðir
Hafir þú áhuga á að gera tilboð í útboð með háum upphæðum, fylgstu þá vinsamlegast með Stjórnartíðindum Evrópusambandsins þar sem tilkynning um útboð verður birt. Upplýsingar um hvernig leggja skuli fram tilboð verða birtar í tilkynningu um útboð þegar það er kynnt.