Sendinefnd ESB á Íslandi

Lissabon-sáttmálinn

21/12/2016 - 16:20
Legal Bases / Legislation

Lissabon-sáttmálann má lesa hér í íslenskri þýðingu Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins.

Lissabon-sáttmálinn tók gildi 1. desember 2009. Breytingarnar sem í honum fólust auðvelduðu ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins og endurbættu uppbyggingu þess að hluta til. Sér í lagi vegna mikillar stækkunar Sambandsins var nauðsynlegt að laga stofnanir þess að hinum nýja veruleika. Að auki voru mörg stefnumál ESB endurskoðuð og -skilgreind.

Með aukinni aðkomu Evrópuþingmanna að ákvarðanatöku og lagasetningu var aukið við lýðræðislegt lögmæti ESB, sem einnig er stýrt af kjörnum fulltrúum aðildarríkjanna.

Tvö ný embætti má nefna sem fylgja sáttmálanum. Í fyrsta lagi er forseti leiðtogaráðsins (President of the European Council), en hann samhæfir og skipuleggur starf leiðtogaráðs ESB, en það er ráð æðstu pólitískt kjörinna fulltrúa ESB, svo sem forseta og forsætisráðherra. Leiðtogaráðið á gjarnan frumkvæði að stefnumálum og -breytingum innan ESB. Hitt embættið er æðsti talsmaður utanríkis- og öryggismála og varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, en "utanríkisvídd" ESB styrktist nokkuð með Lissabon-sáttmálanum.

Við birtum hér íslenska þýðingu sáttmálans, frá 2012, með góðfúslegu leyfi utanríkisráðuneytisins.

Ritstjórnargreinar: