Delegation of the European Union to Iceland

Aðgerðir í loftslagsmálum: Er ábyrgðin bara unga fólksins?

24/09/2019 - 11:54
News stories

Opinn fundur á vegum framhaldsnáms í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi

Aðgerðir í loftslagsmálum: Er ábyrgðin bara unga fólksins?

Miðvikudaginn 25. september kl 13-15 í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands

Orðræðan um loftslagsmál á Íslandi hefur mikið til hverfst um ákall unga fólksins um aðgerðir. Minna hefur farið fyrir vitunarvakningu eldri kynslóða. Stjórnmálafólk og atvinnulífið þurfa augljóslega að taka höndum saman og blanda sér meira í umræðuna. Á fundinum munu fulltrúar unga fólksins, vísindasamfélagsins og nýstofnaðs Samstarfsvettvangs um loftslagsmál, fjalla um þetta mikilvæga málefni og sitja fyrir svörum. Hvernig getum við komið til móts við ákall unga fólksins?

Ávörp
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Frummælendur og þátttakendur í pallborði
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Samstarfsvettvangs um loftslagsmál
Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna
Justine Vanhalst, sérfræðingur við Matís og verkefnastjóri Climathon

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri við Háskóla Íslands, stýrir pallborðsumræðum

Boðið verður upp á kaffiveitingar og óformlegt spjall við fulltrúa sendiráða, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka að fundi loknum.

Fundurinn fer að mestu fram á íslensku - Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Editorial Sections: