Málþing - EES í 30 ár - ávinningur, tækifæri, áskoranir

29.04.2024

Í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins standa Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi fyrir málþingi á Grand hótel Reykjavík og Uppskeruhátíð EES í Kolaportinu miðvikudaginn 8. maí til að fagna samstarfinu.

 

Málþing - EES í 30 ár - ávinningur, tækifæri, áskoranir

Hvar: Grand hótel Reykjavík - Háteigur | Hvenær: 10:00 - 12:15

Skráning er nauðsynleg | Streymi frá málþingi

Málþingið fer fram á ensku.

 

Gildistaka Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) árið 1994 markaði mikil tímamót fyrir Ísland. í 30 ár hefur EES-samningurinn tryggt frjálst flæði vöru, þjónustu, einstaklinga, og fjármagns um öll 30 EES-ríkin, fyrirtækjum og almennum borgurum til mikilla hagsbóta. Um 60% af íslenskum vörum og þjónustu eru flutt út á sameiginlega evrópska markaðinn og hefur þessu hnökralausi aðgangur verulega stuðlað að vexti og velmegun á Íslandi. Ennfremur hefur EES-samstarfið gert Íslendingum kleift að taka virkan þátt í mismunandi samstarfsáætlunum Evrópusambandsins (e. EU programmes) og Uppbyggingarsjóði EES, sem hefur eflt samvinnu á sviði vísinda, nýsköpunar, menntunar, æskulýðsmáál, menningar og í skapandi greinum. Það er erfitt að ímynda sér framfarir Íslands á síðustu 30 árum án einstaka EES-samstarfsins

30 ára afmæli EES veitir okkur tækifæri til þess að beina kastljósinu að árangri EES samstarfsins, að horfa fram á veginn og greina horfur og hugsanlegar áskoranir framtíðarinnar.

 

Sigríður Valgeirsdóttir, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneytinu býður gesti velkomna

10:00 - 11:00

Ávörp og erindi auk samstals ræðuhaldara

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (videóávarp)

Iliana Ivanova, framkvæmdastjóri nýsköpunar-, rannsóknar-, menningar- , mennta-, og æskulýðsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (videóávarp)

Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

EEA & Norway Grants Video: Access to sports and activities for children with disabilities in Iceland.

Borgar Þór Einarsson, varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES

EEA & Norway Grants Video: Stronger Together than Apart

Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís

10:40 - 11:00

Samtal ræðuhaldara og Q&A

Að ávörpum loknum munu ræðuhaldarar taka þátt í sérstakri umræðu um EES-samstarfið.

Björn Malmquist mun stýra umræðum.

 

11:00 - 12:15

Pallborðsumræður um EES-samstarfið

Umræðustjóri: Björn Malmquist, fréttamaður RÚV

 

Frá upphafi EES-samstarfsins árið 1994 hefur Ísland tekið virkan þátt í mismunandi samstarfsáætlunum ESB, í dag 12 talsins. Þátttaka Íslands í samstarfsáætlunum ESB hefur aðallega snúist að rannsóknum og nýsköpun, æskulýðsmálum, menntun og menningu, umhverfis- og loftslagsmálum, auk stafrænnar þróunar, heilbrigðis- og félagsmála. Á seinustu 30 árum hefur Íslandi tekist með góðum árangri að tryggja sér ESB fjármögnun og þátttaka Íslands í samstarfsáætlununum hefur skapað dýrmæta þekkingu og reynslu. á árunum 2014 til 2020 stunduðu rúmlega 26 þúsund manns nám á Íslandi og heimsóttu Ísland sem hluta af EES-samstarfinu. Á sama tímabili stunduðu rúmlega 14 þúsund Íslendingar nám í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Í dag stuðlar þátttaka Íslands í samstarfsáætlunum ESB að öflugu samfélagi, atvinnulífi og menningu hér á landi.

Fulltrúar í pallborðsumræðum munu ræða vítt og breitt um þátttöku í samstarfsáætlunum ESB, tækifærin sem leynast í EES-samstarfinu og hugsanlegar framtíðaráskoranir.

Rannís / ESB samstarfsáætlana-video:  Stelpur rokka

11:00 - 11:20

Panel 1: Menntamál, rannsóknir og nýsköpun

Jón Atli Benediktsson, Rektor Háskóla Íslands

Oddur Már Gunnarsson, framkvæmdastjóri Matíss

Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga

Rannís / ESB Samstarfsáætlana-video: Creative Europe

11:30 - 11:50

Panel 2: Menning, skapandi greinar, og æskulýðsmál

Heather Millard, framkvæmdastjóri Compass Films & Animation Studio Iceland

Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, deildarstjóri frístundarþjónustu sveitarstjórnar Árborgar

Áslaug Thorlacius, skólameistari Myndlistarskólans í Reykjavík

Rannís / ESB samstarfsáætlana-video: EEN & Laki Power

11:50 - 12:15

Panel 3: Viðskipti, atvinnurekstur og nýsköpun

Sigríður Mogensen, formaður Ráðgjafanefndar EFTA og sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka Iðnaðarins.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis

Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix

 

Að pallborðsumræðum loknum býður sendiherra Evrópusambandsins, Lucie Samcová - Hall Allen, öllum gestum í sérstaka mótttöku í tilefni Evrópudagsins. Boðið verður upp á léttar veitingar, drykki og ljúfa jazztóna.

 

Jazz Musicians at Iceland's Europe Day Reception 2023

Mynd frá Evrópudeginum 2023 | Photo from Europe Day 2023 | European Union, 2024

-
10:00 am - 12:15 pm
Grand hótel Reykjavík, Háteigur ráðstefnusalur, 4. hæð
How to join?

 

Til þess að mæta á málþingið og í Evrópudagsmóttöku sendiherra Evrópusambandsins er nauðsynlegt að skrá sig í gegum skráningarhlekkinn.

 

Málþinginu verður einnig streymt.