Heimsókn til UN Women Ísland og ÖBÍ

© European Union, 2025
Sendiherra Evrópusambandsins, Clara Ganslandt, heimsótti Mannréttindahúsið sem hýsir fjölda félaga og samtaka sem starfa í þágu mannréttinda. Tilgangur heimsóknarinnar var að funda með framkvæmdastjórum UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) til þess að ræða þátttöku sendinefndarinnar í tveimur spennandi viðburðum tengdum 8. mars, hinum Alþjóðlega baráttudegi kvenna.
Við þökkum Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastjóra UN Women á Íslandi, og Evu Þengilsdóttur, framkvæmdastjóra ÖBÍ, og þeirra samstarfsfólki fyrir hlýjar móttökur og ánægjulegt samtal.
Við hlökkum til samstarfsins.