Gleðilega þjóðhátíð - gleðilegan 17. júní!

 

 

 

Sendinefnd Evrópusambandsins óskar öllum Íslendingum nær og fjær gleðilegrar þjóðhátíðar og til hamingju með 80 árin frá stofnun lýðveldisins.

Ísland er meðal nánustu samstarfsþjóða og bandamanna Evrópusambandsins. Ekki einungis höfum við, í þrjátíu ár, myndað saman stærsta og verðmætasta markað í heimi, Evrópska efnahagssvæðið, sem eykur fríverslun og skapar aukin tækifæri fyrir íbúa okkar og fyrirtæki - heldur stöndum við einnig saman um ákveðin grunngildi og ákveðna sýn um mannréttindi, lýðræði, kynjajöfnuð, réttarríkið, alþjóðalög, umhverfisvernd og svo margt fleira.

Við erum stolt af því leiðandi hlutverki sem Ísland hefur gegnt í baráttunni fyrir auknum kynja jöfnuði, réttlæti og hinsegin réttindum, sem og leitt alþjóðaumræðu um umhverfismál, og græna orkugjafa. Íslendingar hafa sýnt það og sannað að smáríki geta sannarlega haft áhrif og Evrópusambandið er þakklátt fyrir hið nána samstarf sem Sambandið á við Ísland.

Árið 2024 er stórafmælisár. Í ár fögnum við saman 30 ára afmæli okkar verðmæta EES samstarfs. Íslendingar fagna 80 árum frá stofnun lýðveldisins og heilum 150 árum frá fyrstu þjóðhátíð Íslendinga.

Til hamingju með þetta mikla afmælisár, kæru Íslendingar.
Gleðilegan 17 júní!

Photo by Ezekiel Elin on Unsplash