Framkvæmdastjórn ESB og EES EFTA ríkin hafa náð mikilvægu samkomulagi um fjárframlög og markaðsaðgengi fyrir sjávarafurðir

 

01.12.2023

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og EES EFTA ríkin (Ísland, Liechtenstein og Noregur) hafa lokið samningaviðræðum og náð samkomulagi um framlög til Uppbyggingarsjóðs EES fyrir tímabili 1.maí 2021 til 30. apríl 2028. Samningurinn útlistar þeim framlögum sem EES EFTA ríkin greiða til þess að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu, með þá sýn að styrkja með jöfnum og stöðugum hætti, viðskipta-, efnahags-, og menningarleg tengsl, og að framlögin samræmist vel markmiðum Samheldnissjóðs ESB (e. EU Cohesion Fund).

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Noregur náðu einnig samkomulagi í viðræðum sínum um Norska Uppbyggingarsjóðinn sem nær yfir sama tímabil (2021-2028) og inniheldur svipuð markmið.

Framkvæmdastjórnin náði einnig samkomulagi við bæði Ísland og Noreg um tímabundinn aukinn markaðsaðgang fyrir ýmsar sjávarafurðir fyrir tímabilið (2021-2028). Þessir samningar munu vera í formi viðbótarbókana við núverandi langtíma tvíhliða samninga ESB við þessi tvö ríki.

Næstu Skref

Allir samningsaðilar munu nú hefjast handa við það að afgreiða samþykkta texta í samæmi við verklög sín. Auk þess mun Ráðherraráð ESB og Evrópuþingið að samþykkja samningana.

Ég fagna því að samningsaðilar Evrópusambandsins og EES EFTA ríkjanna hafa náð samkomulagi um mikilvæga pakka sem tryggja viðeigandi fjármagn og stuðning til styrkþegaríkja, landsvæða, og á endanum til íbúa. Ég hlakka til að sjá samningana samþykkta og innleidda með skjótum hætti.

- Maroš Šefčovič, Varaforseti Framkvæmdastjórnar ESB sem fer með málefni EES EFTA ríkjanna. - 30/11/2023

 

Söguleg yfirferð

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem tók gildi 1 Janúar 1994, tryggir EES EFTA ríkjunum þremur, - Íslandi, Noreg og Liechtenstein - aðgang að innri markað ESB.

Allt frá gildistöku EES-samningsins hafa EES EFTA ríkin skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu og um leið styrkja tvíhliða tengls milli EES EFTA ríkjanna og styrkþegaríkin. Það er vegna þessarar skuldbindingar, sem lögfest var með greinum 115 og 116 í EES samningnum, að Uppbyggingarsjóður EES og Noregs varð til.

Samið er um framlög til Uppbyggingarsjóðs EES og Noregs á sjö ára fresti og hafa þær staðið yfir síðan í júní 2022. Samhliða þeim hafa farið fram viðræður um endurnýjun samnings um tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB yfir sama tímabil (2021-28).

 

Frekari upplýsingar má finna á:

EEA Agreement

 

Viktor Stefánsson, EU Delegation Iceland, +354 864-3386, viktor.stefansson@eeas.europa.eu

Balazs Ujvari, European Commission, +32-2-295-4578, balazs.ujvari@ec.europa.eu

Veronica Favalli, European Commission, +32-2-298-7269, veronica.favalli@ec.europa.eu