Evrópudagurinn 2025! Menningarveisla í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum

05.05.2025
  • Laugardaginn 10. maí 2025
  • Kl. 14:00–16:45
  • í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum

Komdu og taktu þátt í líflegri fjölskylduhátíð þar sem við fögnum menningarlegri fjölbreytni Evrópu! Evrópudagurinn 2025 býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa – með tónlist, listasýningum, evrópskum kræsingum og skemmtilegum viðburðum fyrir börnin.

 Tónlistardagskráin spannar fjölbreyttar evrópskar tónrætur með þátttöku frá:

- Lúðrasveit Mosfellsbæjar
- Nemendum Tónmenntaskóla Reykjavíkur
- Skólakór Hörðuvallaskóla
- Söngkonunum Magdalenu Urbanek og Bryndísi Ástu Magnúsdóttur
- Píanóleikurunum Magnúsi Þór Sveinssyni og Márton Wirth

 Allir gestir fá ókeypis aðgang að tveimur glæsilegum sýningum safnsins:

- Kjarval og 20. öldin: þegar nútíminn lagði að
- ÓLGA – Frumkvæði kvenna í íslenskri myndlist á 9. áratugnum

Sendiráð Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Póllands, Spánar og kjörræðisskrifstofa Rúmeníu kynna sín lönd og bjóða gestum að smakka ljúffengar veitingar úr þeirra menningararfi.

Rannís – Rannsóknamiðstöð Íslands verður á staðnum og veitir upplýsingar um spennandi Evrópustyrki fyrir nemendur, listafólk, frumkvöðla og fræðafólk.

Börn geta notið sín í andlitsmálun, föndri og fjölbreyttum evrópskum leikjum og uppákomum.

Í boði eru pönnukökur, kaffi og ávaxtasafar – meðan birgðir endast!

Viðburðurinn hefst kl. 14:00 með ávörpum frá Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, og Clöru Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins.

Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis – engin skráning nauðsynleg!

Evrópudagurinn 2025 er haldinn í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.

Ætlarðu að mæta? Endilega láttu okkur vita með því að velja "mæta" á Facebook viðburðinum okkar! Sjá hér: https://fb.me/e/32ItcM2Wy 

 

two women

Clara Ganslandt, sendiherra ESB, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis
Clara Ganslandt, EU Ambassador, and Þórunn Sveinbjarnardóttir, Speaker of Althingi. 
brassband and choir

clarinet, cello

pictures of two musicians

two musicians

 

 

02:00 pm - 04:45 pm
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum
How to join?

Viðburður hefst klukkan 14 með lúðrasveit og ávörpum Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, og Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins. 

Ókeypis aðgangur að báðum listasýningum safnsins á meðan viðburður stendur yfir. 

Hér má finna Facebook viðburðinn: https://fb.me/e/32ItcM2Wy