Menningaráætlun Evrópusambandsins styrkir opnun Baskaseturs í Djúpavík
On Tuesday 16 September at the National University Library, Ambassador Ganslandt attended an introductory presentation on the Icelandic Basque Centre which is scheduled to be inaugurated in Djúpavík on Saturday 20 September 2025.
Þriðjudaginn 16. september hélt Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins, ræðu á kynningarviðburði Baskavinafélagsins um opnun Baskaseturs Íslands, en setrið ferður formlega opnað í Djúpavík næstkomandi laugardag, 20. september 2025. Kynningarviðburðurinn var haldinn í Landsbókasafni Íslands.
Í ræðu sinni lagði Clara Ganslandt áherslu á aðkomu Creative Europe, menningaráætlunar Evrópusambandsins, að verkinu en það hlaut 28 milljón króna fjárstyrk árið 2022. Meðal annarra ræðumanna var María Luisa Marteles Gutiérrez del Álamo, staðgengill spæsnka sendiherrans, og Guillaume Mounier, menningarráðgjafi franska sendiráðsins.
Baskasetur Íslands er stýrt af Héðni Birni Ásbjörnssyni, formanni. Aðrir samstarfsaðilar verkefnisins eru Albaola sjávarútvegssafn í Pasaia, Spáni, Haizebegi félagið í Bayonne, Frakklandi, Háskólasetur Vestfjarða, og Baskavinafélagið.
Baskasetrið er að hluta til styrkt af Creative Europe, menningaráætlun Evrópusambandsins. Baskasetri Íslands er ætlað að fagna sameiginlegri menningararfleið Baska og Íslendinga, en sú menningararfleið nær aftur til 17. og 18. öld þegar baskar frá norður Spáni og suðvestur Frakklandi hófu hvalveiðar við Íslandsstrendur - sérstaklega í kring um Vestfirði.
European Union, 2025
Baskasetur, 2025