Ursula von der Leyen heimsótti Ísland og fundaði með ráðherrum, skoðaði Þórsmörk, Grindavík og öryggissvæðið í Keflavík

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, heimsótti Ísland dagana 16.-18. júlí 2025. Öryggis- og varnarmál, viðskipti, almannavarnir og loftslagsmál voru í brennidepli. Heimsóknin var að boði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, sem fór með forsetanum í þyrluferð til Þórsmerkur til að sýna áhrif loftslagsáhrifa á jökla, en einnig flugu þær yfir gosstöðvar og til Grindavíkur. Þar að auki skoðaði Ursula von der Leyen öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og Almannagjá á Þingvöllum. Heimsóknin var skipulögð í kjölfar fundar Kristrúnar Frostadóttur og Ursula von der Leyen í Brussel í apríl síðastliðnum.

 

Að boði forsætisráðherra Íslands heimsótti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ísland dagana 16.-18. júlí 2025. Heimsókn forsetan var skipulögð eftir að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði með Ursula von der Leyen í Brussel í apríl.

Öryggis- og varnarmál, viðskiptamál, almannavarnir og umhverfis- og loftslagsamál voru í brennidepli.

Jökulhop og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska náttúru

Ursula von der Leyen heimsótti flugskýli Landhelgisgæslunnar í Reykjavík, en þaðan hún fór með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, í þyrluferð um borð TF-EIR til Þórsmerkur þar sem þær fengu kynningu um áhrif loftslagsbreytinga á jökla og íslenska náttúru.

Loftslagsbreytingar eru helsta áskorun samtímans og þær eru mjög sýnilegar hér á Íslandi þar sem jöklar tapa milljörðum tonna af ís á hverju ári. Við sjáum greinilega áhrifin sem þær hafa á náttúru Íslands. [...] Markmið okkar eru þau sömu. Þess vegna höfum við samþykkt að efla samstarf okkar í loftslagsmálum fram yfir árið 2030 og munum vinna náið saman að því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og markmiðum framtíðar loftslagsráðstefna (COPs) - Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

the picture shows a group of people standing on an edge of a mountain overlooking green landscape.

President von der Leyen and Prime Minister Frostadóttir overlooking Þórsmörk nature reserve with a guide, former MP Robert Marshall, speaking about the effects of climate change on the surrounding glaciers.

Grindavík, varnargarðar og gosstöðvar 

Ursula von der Leyen og Kristrún Frostadóttir flugu síðan yfir gosstöðvarnar á Reykjanesskaga og lentu í Grindavík, en þar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, á móti þeim ásamt Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur, Runólfi Þórhallssyni, sviðsstjóra Almannavarnarsviðs ríkislögreglustjóra, og Otta Rafni Sigmarssyni, formanni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Saman skoðuðu þau varnargarðana og fylgdust með framkvæmdum við stækkun þeirra. Lögð var áhersla á viðnámsþrótt og aðgerðir í þágu almannavarna í ljósi þess hve mikil áhrif eldvirknin hefur haft á Grindavík, íbúa, fyrirtæki og mikilvæga innviði. Fjallað var um þær fjölmörgu varnarráðstafanir og þá krísustjórnun sem hefur átt sér stað síðan hryna eldgosanna hófst í nóvember 2023. Eldgosið sem nú er í gangi hófst þann 16. júlí 2025. 

Ísland og Evrópusambandið eiga í nánu samstarfi þegar kemur að almannavörnum. Almannavarnakerfi ESB (EUCPM) er reiðubúið til að bregðast við neyðarbeiðnum frá Íslandi, líkt og gerðist árið 2023 þegar Almannavarnakerfi ESB sendi hóp sérfræðinga til að aðstoða yfirvöld við neyðaráætlanagerð í aðdraganda eldgosahrynunnar. Almannavarnir og aðrar stofnanir á Íslandi reiða sig einnig á mikilvæg rauntímagögn frá geimsvísindastofnunum Evrópusambandsins, þ.á.m gögn úr gervihnöttum Copernicus-áætlunar Evrópusambandsins.

Heimsóknin mín til Grindavíkur virkilega vakti áhuga minn, en þar gat ég séð hvernig Íslendingar takast á við áhættu, hvernig Íslendingar lifa með henni og aðlagast henni en ná einnig tökum á henni. Það var áhugavert að hitta fulltrúa Landsbjargar og fá að sjá þá miklu getu og kunnáttu sem íslenskar björgunarsveitir búa yfir. Til hamingju með það. Á Íslandi er viðbúnaður ekki bara opinber stefna, heldur lífsstíll. Margt er hægt að læra af Íslandi í þeim efnum. - Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

a man in bright red and yellow jacket pointing at a large map. Group of people watching.

President von der Leyen (middle), Prime Minister Frostadóttir (right), Foreign Minister Gunnarsdóttir (left), learning about the protective measures implemented in Grindavík by a Search and Rescue representative.

Öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli

Ursula heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli þar sem henni var kynntar þær varnar- og öryggisráðstafanir og aðgerðir á vegum Íslands, en hún heimsótti þar einnig stjórnstöð NATO-bandalagsins. Öryggissvæðið og flugvöllurinn í Keflavík eru meðal mikilvægustu öryggisinnviða landsins og landfræðileg lega Íslands er öflugt framlag til alþjóðlegs öryggissamstarfs. Í Keflavík héldu forseti og forsætisráðherra sameiginlegan blaðamannafund sem og tvíhliða fund ásamt utanríkisráðherra. Á blaðamannafundinum tilkynntu forseti og forsætisráðherra að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstunni og að stefnt væri að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum.  

Ísland gegnir mikilvægu og strategísku hlutverki innan NATO gagnvart norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Þið eruð öflugur og áreiðanlegur bandamaður. [...] Ég er ánægð með að við séum að hefja viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning. Eins og þið er ég viss um að við verðum búin að þessu eftir nokkrar vikur eða mánuði. Þetta mun færa Ísland inn í öryggis- og varnarnet Evrópu í hinu víðara samhengi. - Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

President von der Leyen, in blue, looking at a screen. A man in blue can be seen in the middle.

President von der Leyen touring Keflavik Airbase
President von der Leyen (left) and Kristrun Frostadottir (right). Flags in between

From the Press Conference

 

Heimsókn forsetans lauk síðan með sérstakri skoðunarferð og kvöldverði á Þingvöllum.

 

PM Frostadottir, President von der Leyen, and FM Gunnarsdottir. Green hill behind and a flagpole.

PM Frostadóttir, President von der Leyen, FM Gunnarsdóttir