Ursula von der Leyen og Antonio Costa funduðu með Kristrúnu Frostadóttur í Brussel

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Antonio Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, tóku á móti Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands, í Brussel í dag. 

 

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Antonio Costa, forseta leiðtogaráðs ESB, í Brussel í dag. 

"Ég átti frábæran fund með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands. 

Ísland er órjúfanlegur hluti af evrópsku fjölskyldunni, við stöndum saman og tökumst á við áskoranirnar saman. 

Við ræddum hlutverk Íslands til þess að styðja við aðgerðir okkar til þess að efla öryggis- og varnarmál í álfunni okkar, einnig ræddum við alþjóðlegar vendingar á Norðurslóðum. 

Við ræddum einnig áhrif bandarískrar tollastefnu á alþjóðlega hagkerfið. Hugað verður að aðild Íslands að innri evrópska markaðnum og náinni aðlögun Íslands að ESB við ákvarðanatökur um sameiginlegar viðbragðsaðgerðir okkar. 
- Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB (birt á Bluesky). 

 

"Það var afar ánægjulegt að bjóða Kristrúnu Frostadóttur velkomna til Brussel. 

Ísland starfar náið með Evrópusambandinu til þess að verja lýðræði og hið alþjóðlega kerfi byggt á alþjóðalögum. Við ræddum einnig hvernig við getum dýpktað samstarfið okkar, t.a.m til að tryggja öryggi á Norðurslóðum. 

Á næstu mánuðum munum við halda áfram að efla samstarf okkar frekar, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum."
- Antonio Costa, forseti leiðtogaráðs ESB (birt á Bluesky)