Hinsegin dagar í Reykjavík gerðir aðgengilegir: ESB og aðildarríkin fjármagna aðgengispall í Hljómskálagarði

Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi var stoltur stuðningsaðili Hinsegin daga í Reykjavík 2025. Á undanförnum árum hefur Sendinefnd ESB lagt sérstaka áherslu á að tryggja gott aðgengi á Hinsegin dögum og í ár fjármagnaði sendinefndin ásamt sendiráðum Frakklands, Finnlands, Írlands, Svíþjóðar og Þýskalands uppsetningu aðgangspalls við viðburðarsviðið í Hljómskálagarði.

European Union, 2025
Sendiherra ESB á Íslandi, Clara Ganslandt, og starfsfólk sendinefndarinnar tóku einnig þátt í Gleðigöngunni ásamt samstarfsfólki úr sendiráðum ýmissa erlendra ríkja undir sameiginlegu yfirskriftinni "Diplómatar fyrir jafnrétti"(e. Diplomats for Equality).
Kynntu þér meira og lestu grein sendiherra Evrópusambandsins í tímariti hinsegin daga ársins 2025: https://hinsegindagar.is/esb-og-adildariki-rampa-upp-hinsegin-daga-2/

European Union, 2025