Sendinefnd ESB á Íslandi

Lucie Samcová nýr sendiherra ESB á Íslandi!

17/09/2020 - 14:31
News stories

Lucie Samcová hefur afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt og tekið formlega við starfi sínu sem sendiherra ESB á Íslandi.

Lucie Samcová hefur afhent trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum og tekið formlega við stöðu sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi. Hún hlakkar mjög til starfans, enda eru tengsl EES-EFTA ríkjanna þriggja og ESB, í gegnum EES-samninginn, nánari og dýpri en tengsl ESB við nokkur önnur ríki eða ríkjasambönd. Lucie ræddi fjölmargt við forseta, meðal annars um varnir gegn COVID, um samstarf Íslands og ESB í víðum skilningi, um aukið jafnrétti á vinnumarkaði og um lýðræðisþróun á alþjóðavettvangi.

Languages:
Ritstjórnargreinar: