Sendinefnd ESB á Íslandi

Betra Evrópusamband í grænni og öruggari heimi – nokkrar lykiláherslur

03/12/2019 - 17:09
Voices and views

Lykiláherslur Josep Borrell, utanríkismálastjóra og varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Það eru forréttindi og heiður að fá að gegna embætti utanríkismálastjóra og varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Í heimi sem einkennist af sífellt meiri flækjum og átökum tek ég því ekki af léttúð, að stýra sameiginlegri utanríkisstefnu okkar. Sem leiðandi afl á heimsvísu, hefur Evrópusambandið raunveruleg áhrif – í næsta nágrenni okkar og um allan heim.

Ég mun tryggja að Evrópusambandið verði áfram áreiðanlegur og samvinnuþýður alþjóðlegur samstarfsaðili sem vinnur af heilindum og hugsjón að óhultri Evrópu og öruggari heimi. Ég mun virkja alþjóðlega samstarfsaðila til að koma í veg fyrir og bregðast við áföllum og alþjóðlegum áskorunum eins og loftlagbreytingum, óreglulegum fólksflutningum og ójöfnuði. Ég vil að Evrópusambandið verði sterkari gerandi á heimsvísu og fyrirmynd um stöðugleika og þróun.

Evrópusambandið hefur allt sem þarf til að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Við höfum öll tæki og tól – allt frá góðum milliríkjasamskiptum til viðskipta, þrónarsamvinnu og áhættustjórnunar. Við setjum alþjóðlegar reglur og staðla og erum staðfastur málsvari fjölþjóðlegra og lýðræðislegra gilda. Þessi samblanda gerir okkur að leiðandi afli sem bregst við alþjóðlegum áskorunum. Sameiginlega evrópska utanríkis- og öryggisstefnan okkar er lykillinn að stærra hlutverki í heiminum.

Til að styrkja Evrópusambandið mun ég leggja þessar lykiláherslur:

Raunhyggja: Í heimi valdastjórnmála verðum við að hugsa og starfa eins og leiðandi afl á heimsvísu. Við verðum bregðast við á grundvelli skýrrar sameiginlegrar sýnar. Við verðum að tengja innri og ytri þætti stefnu okkar og nýta hana til skilvirkari ákvarðanatöku

Eindrægni: Við þurfum að samþætta betur utanríkisstefnuna. Sameina afl aðildarríkja ESB og möguleikana sem felast í sameiginlegum aðgerðum þeirra. Þetta má gera með því að nýta með þau verkfæri sem ESB býr þegar yfir. Aðeins þannig heyrist rödd okkar hátt og skýrt.

Samstarf: Áskoranir nútímans krefjast sameiginlegra viðbragða. Samstarf er erfðaefni ESB. Fjölþjóðleg samvinna er kjarninn í aðgerðum okkar á heimsvísu. Við gætum þurft að betrumbæta hið reglumiðaða alþjóðakerfi og aðlaga það 21. öldinni, en við gefum það ekki upp á bátinn.

Evrópusambandið ber ábyrgð gagnvart borgurum sínum og samstarfsaðilum um allan heim. Ábyrgð á því að tryggja öryggi og frið og stuðla að sjálfbærri þróun, lýðræði, að velferð réttarríkisins um heim allan, frelsi og mannréttindum. Ég hlakka til að efla þessa framtíðarsýn og stuðla að uppbyggingu sterkara Evrópusambands innan betri, grænni og öruggari heims.

Ritstjórnargreinar: