Sendinefnd ESB á Íslandi

Nýsköpunarstyrkir Evrópusambandsins

07/11/2019 - 16:23
News stories

Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 12. nóvember.

Nýsköpunarstyrkir Evrópusambandsins

Kynning á tækifærum innan Evrópska nýsköpunarráðsins

Þriðjudaginn 12. nóvember kl. 9:00-11:30 á Hótel Sögu

Aukin áhersla verður á nýsköpun í næstu rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe (2021-2027). Á fundinum verður Evrópska nýsköpunarráðið (European Innovation Council) kynnt og möguleikar á nýsköpunarstyrkjum og öðrum fjármögnunartækifærum fyrir framsækin íslensk fyrirtæki.

Húsið opnar með morgunkaffi kl. 8:30.

Dagskrá

Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, býður gesti velkomna

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpar fundinn

Kynning á Evrópska nýsköpunarráðinu undir Horizon Europe (2021-2027)

  • Signe Ratso, varasviðsstjóri framkvæmdastjórnar ESB á sviði rannsókna og nýsköpunar (Deputy Director, DG RTD)
  • Elsa Papadopoulou og Cornelius Schmaltz frá framkvæmdastjórn ESB

Þjónusta Rannís: Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís

Reynslusögur íslenskra styrkþega:

  • Nox Medical
  • DT Equipment
  • Saga Natura

Fyrirspurnir og umræður

Allir velkomnir – Vinsamlegast skráið þátttöku á www.rannis.is

Facebook síða viðburðarins.

Ritstjórnargreinar: