Delegation of the European Union to Iceland

Stofnfundur Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins verður 16. maí - Ráðherra tekur þátt

13/04/2018 - 13:51
Conferencia/seminarioJornadas de puertas abiertas

Stofnfundur Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins, sem áformaður var 17. apríl, verður haldinn 16. maí, af óviðráðanlegum orsökum. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra verður meðal ræðumanna.

Í upphafi fundar, kl. 15, verður málþing um viðskipti Íslands og Evrópusambandsins, sem Félag atvinnurekenda og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi standa að í sameiningu. Meðal frummælenda verða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins, Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness og formaður Félags atvinnurekenda,  Jóhanna Jónsdóttir, ráðgjafi í Evrópumálum á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Ólafur Valsson, dýralæknir og sérfræðingur í matvælaeftirliti Evrópusambandsins. Að málþinginu loknu verður stuttur formlegur stofnfundur og að honum loknum móttaka með léttum veitingum.

Hér eru nánari upplýsingar um stofnun ráðsins. Áhugasömum fyrirtækjum er bent á að hafa samband við skrifstofu FA.

16/05/2018


Hús verslunarinnar - Kringlunni 7

103 Reykjavík Reykjavík
Islandia

Editorial Sections:

Autor