Sendinefnd ESB á Íslandi

Ísland og ESB

08/04/2021 - 11:21
EU relations with Country

Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) er meginstoð stjórnmálalegra og efnahagslegra tengsla ESB og Íslands.

Stjórnmálaleg tengsl ESB og Íslands byggjast á Samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum).

Stjórnmálaleg ákvarðanataka og stjórnmálaviðræður ESB og Íslands eiga sér að stórum hluta stað innan sérstakra EES-stofnana, þar með taldar:

Ísland er einnig aðili að Schengen-samkomulaginu en það tryggir ríkisborgurum landsins rétt til þess að ferðast án vegabréfs innan svæðisins. 

Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) nær til allra 27 aðildarríkja ESB og þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), Noregs, Íslands og Liechtenstein.

EES snýst einnig um löggjöf á sviði samkeppnisstefnu og ríkisaðstoðar. 

Samkomulagið nær til náinna samstarfsverkefna á sviðum á borð við rannsóknir og þróun, menntun, félagslega stefnu, umhverfismál, neytendavernd, atvinnustarfsemi, ferðamennsku og menningu. 

Samstarf af því tagi er mögulegt með aðstoð margra ESB-áætlana á borð við Horizon 2020.

Aðallega er fjallað um fiskveiðar og landbúnað í tvíhliða samningum beggja aðila.

Viðskipti milli ESB og Íslands fara að megninu til fram innan ramma tvíhliða fríverslunarsamnings frá 1972 og EES-samningsins frá 1994. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði ESB. Með samningnum var hið fjórþætta frelsi og innri markaðurinn, þ.á.m. frjálst flæði vöru, útvíkkað til EES/EFTA- ríkjanna. Í samningnum felst þó ekki að teknir séu upp samræmdir tollar eða viðskiptastefna gagnvart þriðju ríkjum. Samningurinn felur í sér samræmingu tæknilegra viðmiðana fyrir margvíslega vöruflokka og bann er lagt við tollum og magntakmörkunum á þeim sviðum sem samningurinn nær til.

Evrópska efnahagssvæðið (EES) er stærsta markaðssvæði Íslendinga. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, fyrir árið 2011, fór tæplega 83% af útflutningi Íslands til landa innan EES (rúmlega 78% til aðildarríkja ESB eingöngu). Af heildarinnflutningi til Íslands árið 2011 nam innflutningur frá löndum innan EES rúmlega 64% en 46% kom frá aðildarríkjum ESB.

Þó svo EES-samningurinn nái að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, er fjallað um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Bókunin er í eðli sínu tvíhliða. Þar eru ákvæði um afnám tolla í innflutningi af mikilvægustu afurðum Íslendinga til ESB eða tollalækkanir í áföngum sem nær til meginhluta útflutnings sjávarafurða frá Íslandi.

Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB er ekki hluti af samningnum. Hins vegar er í 19. grein samningsins viljayfirlýsing þess efnis að stuðla beri að frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur milli ESB of EES/EFTA-landanna. Á sama tíma og EES-samningurinn var gerður var gerður sérstakur tvíhliða samningur milli Íslands og ESB sem kveður á um tollalækkanir á tilteknum landbúnaðarvörum.

Schengen-svæðið og samvinna ríkja innan þess byggir á Schengen-samkomulaginu frá árinu 1985. Samstarfið felur í sér frjálsa för fólks yfir landamæri, afnám eftirlits með innri landamærum á Schengen-svæðinu og aukið eftirlit með sameiginlegum ytri landamærum. Öll ríkin 26 sem eiga aðild að Schengen-svæðinu hafa valið að fella niður eftirlit á innri landamærum. Almenningur þarf ekki lengur að sýna vegabréf við innri landamæri, þó svo nauðsynlegt sé að hafa meðferðis löggild skilríki. Á ytri landamærum gilda sameiginlegar reglur um eftirlit, vegabréfsáritanir og umsóknir um hæli. Að auki hefur samstarf milli yfirvalda á sviði lögreglu- og dómsmála verið eflt, til að tryggja betur öryggi borgaranna á svæðinu.

Schengen-samstarfið var upphaflega samstarf milli Belgíu, Frakklands, Hollands, Lúxemborgar og Þýskalands um að fella niður í skrefum eftirlit á sameiginlegum landamærum þeirra, en samkomulag þess efnis var undirritað í bænum Schengen í Lúxemborg árið 1985. Síðan þá hafa öll aðildarríki ESB gerst aðilar að Schengen-svæðinu, nema Írland, sem kaus að taka ekki þátt, og Búlgaría, Króatía, Kýpur og Rúmenía, sem enn uppfylla ekki skilyrði fyrir fullri aðild. Ísland og Noregur undirrituðu samning um þátttöku í Schengen-svæðinu árið 1999 og gekk hann í gildi 25. mars 2001. Árið 2008 bættist Sviss í hóp landa á Schengen-svæðinu og 2011 bættist Liechtenstein við. Samtals eru því 26 ríki aðilar að Schengen-svæðinu: 22 aðildarríki ESB og öll EFTA ríkin. Með Amsterdam-sáttmálanum 1997 var Schengen-samstarfið fellt undir laga- og stofnanaramma Evrópusambandsins með sérstakri bókun.

Ísland sótti um aðild að ESB í júlí 2009. Framkvæmdastjórnin gaf út jákvæða umsögn í febrúar 2010 og ráðið ákvað í júní 2010 að hefja aðildarviðræður. Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum í maí 2013, setti Ísland samningaviðræðurnar í biðstöðu. Þegar sú ákvörðun var tekin höfðu 27 samningakaflar verið opnaðir og af þeim hafði 11 verið lokað til bráðabirgða. Ríkisstjórn Íslands fór fram á það í mars 2015 að „ekki yrði litið á Ísland sem umsóknarríki um aðild að ESB“. Ráðið tók tillit til þessa og samræmdi starfsferla sína samkvæmt því.

Languages:
Ritstjórnargreinar: