Sendinefnd ESB á Íslandi

Um Sendinefnd ESB á Íslandi

11/05/2016 - 18:01
About us - structure and organisation

Sendinefnd ESB á Íslandi

Sendinefndin hefur stöðu sendiráðs og er fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi. Sendinefndin er ein af yfir 130 sendinefndum sem ESB starfrækir víðsvegar um heiminn, í löndum sem ekki eru aðilar að ESB. Sendinefndin var opnuð á Íslandi í janúar 2010 í kjölfar þess að að ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að ESB sumarið 2009. Fram að þeim tíma hafði sendinefnd ESB í Noregi haft umsjón með málefnum er tengdust samskiptum við Ísland.

Meginhlutverk sendinefndarinnar er að vera fulltrúi ESB gagnvart stjórnvöldum á Íslandi, miðla upplýsingum til höfuðstöðva ESB í Brussel um afstöðu og hagsmuni Íslands og veita almennum borgurum, félaga- og hagmunasamtökum, fjölmiðlum og öðrum, upplýsingar um ESB.

Velkomin(n) á heimasíðu sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi.

ESB er í nánu og víðtæku samstarfi við Ísland en samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur verið hornsteinninn í samskiptum ESB og Íslands í nær tvo áratugi. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að hinum sameiginlega innri markaði ESB, sem felur í sér frjálst flæði vöru, fjármagns, þjónustu og fólks, (með undantekningum í sjávarútvegi og landbúnaði). Hinn sameiginlegi innri markaður hefur í för með sér mikinn ávinning, bæði fyrir Ísland og ESB: ESB er mikilvægasti viðskiptaaðili Íslands, þar sem yfir 80% af útflutningi Íslands fer til Evrópska efnahagssvæðisins, og yfir 60% af innflutningi til landsins kemur frá EES.

EES-samningurinn felur einnig í sér náið samstarf á sviði rannsókna og þróunar, mennta-, félags- og umhverfismála, neytendaverndar, fyrirtækja, ferðamála, borgararéttinda og menningar. Þátttaka Íslands í áætlunum ESB hefur verið mjög víðtæk. Frá því árið 1992 hafa þúsundir íslenskra nemenda hlotið Erasmus styrki til þess að stunda nám á erlendri grund og á árunum 2000-2013 hlaut Ísland yfir 77 milljónir evra í styrki til rannsókna í gegnum 6. og 7. rannsóknaráætlanir ESB.

Ísland er einnig samstarfsaðili í Schengen-samstarfinu sem felur meðal annars í sér að einstaklingar geta ferðast án vegabréfs á milli þeirra 26 landa í Evrópu sem mynda Schengen-svæðið.

Hlutverk okkar í sendinefndinni er meðal annars að veita áreiðanlegar upplýsingar um Evrópusambandið, stefnur þess og stofnanir, sem taka mið af hinu viðamikla samstarfi Íslands og ESB. Heimasíðunni okkar er ætlað að veita þér aðgang að slíkum upplýsingum og ég vona að hún eigi eftir að nýtast þér vel.

Matthias Brinkmann

Yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi"

Head of Delegation

Matthias BRINKMANN

Head of Delegation

Elina CHOCHA

Assistant to the Head of Delegation

Political, Press and Information Section

Tarvo KUNGLA

Head of Political, Press and Information section

Klemens THRASTARSON

Political, Press and Information Officer

Gudrun Margret THRASTARDOTTIR

Assistant

ADMINISTRATIVE SECTION

Anna NACKMAYR

Administrative Officer

Thorunn ERHARDSDOTTIR

Administration Assistant

Johann Hjalti THORSTEINSSON

Office clerk / Driver

Ritstjórnargreinar: