Þórhildur Davíðsdóttir Söebech ráðin til sendinefndar Evrópusambandsins

Sendinefnd Evrópusambandsins býður Þórhildi Davíðsdóttur Söebech velkomna til starfa, en hún hóf nýlega störf sem starfsnemi við stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.

 

Þórhildur Davíðsdóttir Söebech útskrifaðist nýlega með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum og -stjórnarháttum frá Háskólanum í Hróarskeldu (RUC), þar sem hún lagði áherslu á alþjóðastofnanir, auk hlutverk samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu í stjórnmálum. 

Þórhildur hefur reynslu af störfum alþjóðastofnana, sem fyrrum starfsnemi hjá Mannfjöldasjóði Sameinuðu Þjóðanna (UNFPA), sjálfboðaliði fyrir Save the Children, og ungmennafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu Þjóðunum á sviði mannréttinda. Annað sjálfboðaliðastarf, einkum það sem snýr að pólitískri þátttöku ungmenna, hefur einkennt hennar feril hingað til. Þórhildur er einnig með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, þar sem hún sat í stjórn Politica sem skemmtanastjóri og kynningarstjóri.

Vertu velkomin til starfa!