Þétt setið málþing um Evrópsk öryggis- og varnarmál

Málþingið "Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi" hlaut góða aðsókn fimmtudaginn 3. apríl 2025, en 120 manns sóttu viðburðinn og tæplega 500 manns fylgdust með í gegnum streymisveitu. Viðburðurinn var haldinn í Veröld - húsi Vigdísar hjá Háskóla Íslands.
Streymi viðburðarins var einnig gert aðgengilegt á MBL, Vísi, Heimildinni og DV. Upptaka af fundinum má finna neðar á þessari vefsíðu.
Í opnunarræðu sinni lagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, áherslu á að Ísland ætti að efla varnarmál sín, einkum Landhelgisgæsluna, almannavarnir og björgunarsveitir, lögreglu og upplýsingaöflun/vinnslu. Pawel talaði einnig fyrir því að Ísland ætti að standa vörð um mikilvæga innviði sem og dýpkta samstarf Íslands við Evrópusambandið.
Þar sem við rýnum í þessi mál í dag, þá skulum við muna að öryggismál eru sameiginleg ábyrgð. Öryggi Íslands er samofið öryggi Evrópu, Norður Ameríku og Norðurslóða. Við horfum upp á fordæmalausan áhuga samfélagsins á öryggis- og varnarmálum hér á Íslandi.
Vandamál samfélagsumræðunnar um þessi málefni svipa til þeirra umræðna sem eiga sér stað við mögulega sjaldgæfra en hörmulegra atburða. "You either sound crazy, or you're too late" (annað hvort hljómar þú eins þú sér skrýtin/nn, eða þú ert of sein/nn að bregðast við". - Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður Utanríkismálanefndar Alþingis
Ræða Pawel Bartoszeks má finna HÉR.
Í vídeóræðu sinni sem bar heitið "Ný sjónarmið í öryggis- og varnarmálum Evrópusambandsins" (New Perspectives in EU Security and Defence) fjallaði Maciej Stadejek, skrifstofustjóri öryggis- og varnarmáladeildar utanríkisþjónustu ESB (EEAS) um viðbrögð Evrópusambandsins við þeim miklu vendingum sem hafa átt sér stað eftir ólöglega innlimun Rússlands á Krímsskaga árið 2014 og síðar allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu.
Maciej Stadejek talaði um aðgerðir Evrópusambandsins til þess að gera Sambandið að sterkari og áreiðanlegri samstarfsaðila í öryggis- og varnarmálum. Sem dæmi nefndi Maciej strategíska öryggisáætlun Sambandsins sem nefnd er "Strategic Compass", en áætlunin hefur reynst þjóna lykilhlutverki við að leiða viðbrögð Evrópusambandsins. Maciej lagði áherslu á þá staðreynd að Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa unnið með fordæmalausum hraða og umfangi, t.a.m veitt yfir 135 milljarða evra (19,588 milljarða ISK) í fjárhagslega-, hernaðarlega-, mannúðar-, og flóttamannaaðstoð til Úkraínu. Þetta er meira en nokkur annar alþjóðlegur samstarfsaðili. Maciej nefndi einnig aðgerðir Evrópusambandsins við að efla netöryggi, undirstöður tækni- og iðnaðargeira, siglingavernd og stóraukna skotfæraframleiðslu ESB.
Ásamt "Endurvopnun Evrópu" (e. ReArm Europe) áætluninni, er hvítbókin um evrópskan varnarviðbúnað 2030 (e. European Defence Readiness 20230) viðbragð Evrópusambandsins við þeirri brýnni ógn sem við stöndum frammi fyrir. Við lögðum til að stofnaðir yrðu nokkrir fjármögnunarsjóðir sem myndu veita allt að 800 milljarða evra (116 þús. milljarðar ISK) í öryggis- og varnarmál.
Sérstakt tæki okkar (SAFE) myndi veita aðildarríkjum og nánum samstarfsríkjum, líkt og Íslandi, tækifæri til þess að hljóta lán upp að 150 milljarða evra (21 þús. milljarðar ISK) til þess að fjárfesta í mikilvægri öryggis- og varnargetu. - Maciej Stadejek, skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisþjónustu ESB (EEAS).
Þar að auki lagði Maciej áherslu á að Ísland stæði ekki eitt á báti
Strategískt samstarf milli ESB og NATO er nauðsynlegt fyrir öryggi Evrópu og Atlantshafssvæðisins. NATO aðild er grunnur sameiginlegra varna meirihluta aðildarríkja ESB. [...] Einungis á seinasta ári stofnuðum við nýja viðræðuvettvanga sem gefa okkur umgjörð og tækifæri til þess að dýpka samstarfið okkar í málefnum sem varðar t.d geiminn, nýja og byltingakennda tækni, umhverfið og loftslagið, öryggi, netöryggi og varnarmálaiðnað. - Maciej Stadejek
Hægt er að hlusta/horfa á ræðu Maciej Stadejeks í gegnum upptökuna á viðburðinum neðar á vefsíðunni.
Tvær pallborðsumræður áttu sér stað á málþinginu:
Pallborð um "Evrópsk öryggis- og varnarmál: hlutverk ESB og NATO". Umræðustjóri var Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon og þáttakendur í panel voru:
- Jean-Pierre Van Aubel, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálastefnu ESB hjá utanríkisþjónustu ESB (EEAS).
- Lucyna Golc-Kozak, staðgengill deildarstjóra öryggismáladeildar utanríkisþjónustu Póllands.
- Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrum diplómati.
- Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnar- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytis Íslands.
Pallborð um "Öryggismál á norður Atlantshafi og á Norðurslóðum með áherslu á samverkandi hlutverk ESB og NATO". Umræðustjóri var Rakel Þorbergsdóttir og þátttakendur í panel voru:
- Erik Vilstrup Lorenzen, sendiherra Danmerkur á Íslandi
- Claude Véron-Réville, sérstakur erindreki Evrópusambandsins í Norðurslóðarmálum hjá utanríkisþjónustu ESB (EEAS).
- Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Norðurslóða hjá utanríkisráðuneyti Íslands.
- Roy Nordfonn, Lieutenant Colonel (NOR-A), fulltrúi NATO á Íslandi, Joint Force Command Brunssum (NATO).
Hægt er að sjá viðburðinn í heild sinni hér: