Delegation of the European Union to Georgia

Sendinefnd ESB býður þér í bíó - You are invited to the movies!

26/09/2019 - 14:56
Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi – The Delegation of the European Union to Iceland

 

 

(English below)

 

LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins skipa heiðursess á RIFF kvikmyndahátíðinni í ár eins og síðustu ár. Sunnudaginn 29. september verður sérstakur LUX dagur haldinn í Bíó Paradís sem hefst með sýningu kvikmyndarinnar God Exists, Her Name is Petrunya klukkan 16:50. Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Michael Mann, mun taka á móti gestum og að sýningu lokinni svarar leikstjórinn Teona Strugar Mitevska spurningum úr sal, áður en boðið verður upp á léttar veitingar.

 

Sendinefnd ESB hefur tekið frá sextíu miða á opnunarmyndina og verða þeir gefnir þeim, sem fyrst verða til að svara þessum tölvupósti. Í svarinu þarf að koma fram fullt nafn sendanda og hvort óskað er eftir einum miða eða tveimur. Svara þarf fyrir klukkan 15:00 á morgun, föstudaginn 26. september.

 

Nánar um God Exists, Her Name is Petrunya:

Það er árviss viðburður í bænum Stip í Norður-Makedóníu að presturinn hendi krossi í ána og hundruð karla dýfi sér eftir honum. Gæfa og gjörvileiki fylgir hverjum þeim sem nær honum. Þetta árið tekur Petrunya upp á því að dýfa sér líka og nær krossinum. Karlarnir verða ævareiðir - hvernig vogar kona sér að taka þátt í þeirra helgiathöfn? Allt fer til fjandans en Petrunya stendur föst á sínu. Hún náði krossinum og skilar honum ekki."

 

Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/396025517963058/ (link is external)

 

Nánar um LUX:

RIFF sýnir myndirnar þrjár sem keppa um LUX verðlaunin í ár. Frá árinu 2007 hafa LUX verðlaun Evrópuþingsins beint sjónum að myndum sem fjalla sérstaklega um málefni almennings í Evrópu. Þingið trúir því að kvikmyndir, miðill sem nær til fjöldans, séu gott tæki til rökræðna og umhugsunar um Evrópu og framtíð hennar. Aðrar myndir, tilfnefndar til LUX verðlaunanna, sem sýndar verða á RIFF í ár eru: Cold Case Hammarskjöld og The Realm.

 

RIFF: https://riff.is/ (link is external)

 

 

The EU Delegation invites you to the movies!

 

The European Parliament LUX film prize will be celebrated once again at the RIFF Film Festival this year. On Sunday, 29 September, a special LUX Day will be held in Bíó Paradís, which kicks off with the screening of the film God exists, at 16:50. The Ambassador of the European Union to Iceland, Michael Mann, will welcome guests and after the screening the director, Teona Strugar Mitevska, will answer questions from the audience, before refreshments will be offered.

 

The EU Delegation has reserved sixty tickets to the opening film and they will be given to the ones who first reply to this email. Your full name is required as well as information on whether one or two tickets are requested. RSVP before 15:00 on Friday.

                     

About God exists:

"In Stip, a small town in North-Macedonia, every January the local priest throws a wooden cross into the river and hundreds of men dive after it. Good fortune and prosperity are guaranteed to the man who retrieves it. This time, Petrunya dives into the water on a whim and manages to grab the cross before the others. Her competitors are furious - how dare a woman take part in their ritual? All hell breaks loose, but Petrunya holds her ground. She won her cross and will not give it up."

 

The event on Facebook: https://www.facebook.com/events/396025517963058/ (link is external)

 

More on LUX and the three films:

RIFF screens the three films that compete for the LUX Prize this year. Since 2007, the European Parliament LUX FILM PRIZE casts an annual spotlight on films that hit the heart of European public debate. The Parliament believes that cinema, a mass cultural medium, can be an ideal vehicle for debate and reflection on Europe and its future. The other two LUX finalists are: Cold Case Hammarskjöld and The Realm.

 

RIFF: https://riff.is/ (link is external)

Author