This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Upplýsingar um ESB

Ertu að leita að Evrópustyrkjum?

Allt frá tilkomu EES samningsins árið 1993 hafa íslenskir aðilar tekið virkan þátt í margs konar samstarfi sem styrkt er úr sjóðum Evrópusambandsins.


Núverandi samstarfsáætlanir Evópusambandsins, Erasmus+, mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB og Horizon 2020, rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, verða starfræktar til ársins 2020 og eru aðgengilegar fyrir Íslendinga.

Rannsóknarmiðstöð Íslands, Rannís, hefur umsjón með samstarfsáætlunum ESB sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.  Þannig hefur Rannís umsjón með Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun ESB á Íslandi og Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB á Íslandi. Rannís hefur einnig umsjón með mennta- og íþróttahluta Erasmus+.

Evrópa unga fólksins hefur hins vegar umsjón með æskulýðshluta Erasmus+.

Þá veitir Evrópusamvinna, samstarfsvettvángur samstarfsáætlana ESB, upplýsingar um tækifæri og styrki í Evrópusamstarfi.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er einnig með upplýsingasíðu varðandi styrki frá ESB.

Þá veita Eurodesk og Evrópska ungmennagáttin upplýsingar um tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um áætlanir ESB.