This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Upplýsingar um ESB

Af hverju var Evrópusambandið stofnað?

Evrópusambandið var upprunalega stofnað til að binda enda á ítrekuð og blóðug stríðsátök á milli evrópskra nágrannalanda sem náðu hámarki með síðari heimsstyrjöldinni.


Schuman-yfirlýsingin, sem hvatti  til stofnunar Kola- og stálbandalags Evrópu, lagði grunninn að því Evrópusambandi sem við þekkjum í dag. Í yfirlýsingunni var lagt til að sameiginlegur markaður á kolum og stáli yrði stofnaður milli Evrópuríkja í því augnamiði að gera stríð á milli þeirra óhugsandi þar sem kol og stál voru nauðsynleg hráefni til þess að heyja stríð. Sameiginlegur markaður með þessi hráefni átti að gera ríkin efnhagslega og stjórnmálalega samtvinnuð og gera það að verkum að þau myndu vinna saman sem jafningjar og innan sameiginlegra stofnana. Þessi hugsjón náði fram að ganga og þann 18. apríl 1951 stofnuðu Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg, og Þýskaland Kola- og stálbandalag Evrópu (e. European Coal and Steel Union) með Parísar-sáttmálanum.

Með undirritun Rómar-sáttmálanans þann 25. mars 1957 ákváðu ríkin sex að ganga skrefinu lengra með stofnun Efnahagsbandalags Evrópu (EBE) (e. European Economic Community) og koma á fót sameiginlegum innri markaði.

Nafnið „Evrópusambandið” kom opinberlega í staðinn fyrir „Evrópubandalagið” árið 1992 með undirritun Maastricht-sáttmálans.


Viltu vita meira?