This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Vissir þú að ESB leyfir börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?

Engar ESB reglur banna börnum að leika sér með leikföng. Sambandið hefur á hinn bóginn samræmt reglur aðildarríkjanna um þær öryggiskröfur sem leikföng í verslunum þurfa að uppfylla. Þessar reglur gilda líka á Íslandi. Reglurnar beinast að framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum. Þessir aðilar eru bæði ábyrgir fyrir því að leikföngin uppfylli öryggisstaðla ESB og að þau stofni hvorki öryggi né heilsu notenda í hættu. Til að ábyrgjast þetta hefur sambandið komið á öryggisstaðli um hámarksstyrk segulstáls í leikföngum og blöðrur úr latexi eru sérstaklega merktar. Leikfangavaralitir og partýflautur undirgangast aftur á móti bara almennar reglur tilskipunarinnar.

Meira

 

Til baka