This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Vissir þú að aðildarríki ESB halda sínum eigin þjóðsöng?

Evrópusambandið er ekki með þjóðsöng, enda er ESB ekki ríki heldur ríkjasamband. Aftur á móti ákvað ESB árið 1985 að taka upp einkennislag Evrópuráðsins, sem er alls óskylt Evrópusambandinu. 

Lagið er kafli úr Níundu sinfóníu Ludwigs Van Beethoven og er einnig þekkt undir nafninu Óðurinn til gleðinnar (þ. Ode an die Freude) en titillinn vísar til ljóðs Friedrich von Schille frá árinu 1785. 

Laginu er ekki ætlað að koma í stað þjóðsöngva aðildarríkja ESB heldur er það fagnaðarlag um hin sameiginlegu gildi sem ríki Evrópu deila í allri sinni fjölbreytni. 

Meira


Til baka