This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Vissir þú að þjóðtungur aðildarríkja ESB verða að opinberum tungumálum sambandsins?Skuldbindingar ESB til að viðhalda fjölbreytileika tungumála sýna að það leggur mikla áherslu á virðingu fyrir menningu og tungumálum aðildarríkjanna. Um þetta má lesa í sáttmála ESB um grundvallarréttindi.  Sáttmálinn nær ekki aðeins til hinna 24 opinberu tungumála ESB, heldur einnig svæðisbundinna tungumála og minnihlutatungumála innan þess, en þau eru yfir 60 talsins.

Þegar nýtt ríki gengur í ESB verður móðurmál þess ríkis að öðru óbreyttu opinbert mál innan sambandsins. Þetta tryggir að íbúar Evrópusambandsins geta notað sama tungumál í samskiptum sínum við ESB og þeir nota í samskiptum sínum við stjórnvöld í eigin landi. Þá er ný ESB löggjöf þýdd á öll opinberu tungumálin svo hver sá sem áhuga hefur geti kynnt sér lögin og séð hvaða áhrif þau hafa. Leiða má líkur að því að talsvert meira þyrfti að þýða yfir á íslensku en nú er gert.

Þannig vinnur ESB gegn mismunun milli þeirra íbúa sem tala útbreidd tungumál og íbúa á fámennari málsvæðum. 

Hér má nálgast bækling um tungumálastefnu ESB

 

Til baka