This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Vissir þú að Evrópusambandið starfrækir ekki her heldur hefur hvert ríki forræði yfir eigin varnarmálum?Aðildarríki ESB hafa engu að síður sett sér sameiginlega stefnu í utanríkis- og öryggismálum og fellur undir hana sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum (e. Common Security and Defense Policy, CSDP) þar sem tillit er tekið til stefnu einstakra ríkja.

Samkvæmt henni geta aðildarríki ESB sent í sameiningu herafla, lögregluteymi og borgaralega sérfræðinga í verkefni til að tryggja frið og öryggi, svo sem mannúðar- og björgunaraðgerðir, friðargæslu, hættuástandsstjórnun og vopnahléseftirlit.

Ákvarðanir um aðgerðir eru teknar með einróma samþykki allra aðildarríkja í leiðtogaráðinu og er þátttaka í aðgerðunum valkvæð.


Evrópuvefurinn hefur fjallað ítarlega um þennan málaflokk

 

Meira

 

Til baka