This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Vissir þú að aðildarríki glata ekki fullveldisrétti yfir náttúruauðlindum sínum með aðild að ESB?


Lissabon-sáttmálinn
 felur í sér nokkur nýmæli varðandi orkumál, en þar er í fyrsta sinn sérstök grein sem fjallar um orkumál sambandsins. Hún skýtur sterkari stoðum undir orkustefnu ESB og skilgreinir með formlegum hætti valdmörk aðildarríkja ESB hvað varðar orkuauðlindir. 

Þar er hins vegar ekki um grundvallarbreytingu á stefnunni sem slíkri að ræða. Hún einkennist sem fyrr af vilja til að auka nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda.

Aðild að ESB þýðir ekki að aðildarríki missi fullveldisrétt yfir orkuauðlindum sínum, enda segir í sáttmálanum að „ráðstafanir eru með fyrirvara um rétt aðildarríkis til að ákvarða með hvaða skilyrðum orkuauðlindir þess eru nýttar, hvaða orkugjafa það velur og almenna tilhögun orkuafhendingar, sbr. þó c-lið 2. mgr. 192. gr."