This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Hafa smáríki innan ESB minni völd en hin stærri innan ráðherraráðsins?


Því er stundum haldið fram að smáríki þurfi að sætta sig við ákvarðanir og vald stóru ríkjanna innan ESB. Innan ráðherraráðsins, þar sem hagsmuna aðildarríkjanna er gætt, er því þannig háttað að öll ríkin hafa áhrif á lokaákvörðun um reglugerðir ESB.

Ákvarðanir í ráðherraráðinu þarf að taka með svokölluðum tvöföldum meirihluta til að ákvörðun sé samþykkt:

  • Að lágmarki 55% aðildarríkja ESB þurfa að styðja ákvörðunina. Ef við miðum við núverandi fjölda aðilarríkja (28 ríki) myndu því 15 aðildarríki þurfa að sammælast. Þetta felur í sér að vægi Þýskalands er hið sama og Möltu.
  • Að lágmarki 65% íbúafjölda aðildarríkja ESB skal standa að baki hverri ákvörðun.


Tvöfalda meirihlutakerfið er bæði lýðræðislegra og skilvirkara, það auðveldar myndun meirihluta og liðkar þannig fyrir ákvarðanatöku – sem er mjög mikilvægt í sambandi sem samanstendur af 28 aðildarríkjum, eða jafnvel fleiri.

Ákvarðanir í þeim málaflokkum sem teljast viðkvæmir skulu áfram teknar á grundvelli einróma samþykkis. Á það sérstaklega við mál er varða skattlagningu, almannatryggingar og félagsleg réttindi, aðild nýrra ríkja að ESB, sameiginleg utanríkis- og varnarmál og lögreglusamvinnu. Í þessum málaflokkum þarf samþykki allra aðildarríkja, hvort sem þau teljast til smárra, meðalstórra eða stórra aðildarríkja.