This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Er atvinnuleysi fylgifiskur ESB?


Það er flókið að svara spurningunni um hvort atvinnuleysi eykst eða minnkar þegar lönd ganga í ESB en atvinnuleysi er hvorki beintengt stefnumálum aðildarríkis né stefnumálum ESB, heldur blanda af hvoru tveggja.

Samanburðarrannsóknir í öllum aðildarríkjunum sem gengu inn árið 2004 benda á hinn bóginn til þess að aðild að ESB hafi aukið hagvöxt ríkjanna. Þá hafi aðild auk þess ýtt undir fjárfestingar sem aftur höfðu jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn og þar af leiðandi lífskjör íbúanna.

Alþjóðlega fjármálakreppan hefur engu að síður haft áhrif á öll aðildarríki ESB að einhverju marki og atvinnuleysi hefur aukist í öllum ríkjum ESB.