This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Umhverfismál

ESB er með ströngustu umhverfisstaðla í heimi á mörgum sviðum. Forgangsmál sambandsins eru að draga úr heilbrigðisvandamálum sem tengjast mengun, baráttan við loftslagsbreytingar, verndun líffræðilegs fjölbreytileika og skynsamleg nýting náttúruauðlinda. Þrátt fyrir að þessi markmið séu fyrst og fremst hugsuð til þess að vernda náttúruna þá geta þau líka stuðlað að hagvexti þar sem þau styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi.

 

Mikilvægi skynsamlegrar nýtingar náttúruauðlinda jarðar fer stighækkandi auk þess sem efnahagskerfi heimsins eru háð því að vel sé að verki staðið. Líffræðilegur fjölbreytileiki, jarðvegur og andrúmsloftið verða fyrir sífellt meiri áhrifum og ef við náum ekki þeim markmiðum sem við höfum sett okkur til að sporna við þessari þróun er hætt við að afleiðingarnar verði hörmulegar. Þess vegna leggur ESB rækt við „grænan vöxt“.

 

Meira

 

 

* Þessi texti er þýðing á efni sem fengið er af vefsíðu Evrópusambandsins: europa.eu.
Til baka