This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fjárlög Evrópusambandsins


Ársfjárlög ESB eru nærri því 142 milljarðar evra (tölur frá 2011) - sem er há upphæð heilt á litið en í raun er hún ekki nema 1% af árlegri þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna.

Þessum peningum er að mestu varið í að bæta lífsgæði Evrópubúa en stórum hluta fjárhæðarinnar er veitt til þeirra svæða og hópa sem þurfa mest á fjármagni að halda. Auk þess er því ætlað að auka atvinnuframboð og hagvöxt innan sambandsins. 

Smellið hér til að sjá tölur um fjárlög ESB 
Hver ákveður hvernig fjármunum er varið?


Ákvarðanir um það hvernig og í hvað fjármunum ESB skuli varið eru teknar á lýðræðislegan hátt. Á hverju ári:


Eftirfylgni

 

  • Þegar fjármunir hafa verið nýttir ber framkvæmdastjórninni að gefa þinginu skýrslu um hvernig peningunum var varið. 
  • Fjárútlátin eru líka rannsökuð af Endurskoðendadómstóli ESB

 


Í hvað er peningunum varið?


Í Evrópu


Peningunum er helst varið í:

  • að þjálfa fólk og hvetja fyrirtæki til nýsköpunar og atvinnusköpunar;
  • náttúruvernd og að auka lífsgæði fólks í gegnum byggða- og svæðaþróun;
  • uppbyggingu skipulagsinnviða: Lagningu vega, járnbrauta, brúa, orku og gasleiðslna sem tengja saman ystu kima ESB;
  • stuðning við menningarlega fjölbreytni og nemenda- og kennsluskipti;
  • að veita neyðaraðstoð þegar náttúruhamfarir á borð við flóð og jarðskjálfta verða.


Erlendis


Sem lykilþátttakandi í alþjóðlegu samstarfi gegnir ESB ákveðnum skyldum gagnvart ríkjum sem standa utan sambandsins. Þess á meðal er að stuðla að efnahags- og samfélagslegri þróun, stuðla að friði og veita þeim aðstoð sem orðið hafa fyrir barðinu á hamförum og stríðsátökum.

 

Evrópusambandið beitir sér sérstaklega á þremur svæðum:

 


Þrír helstu útgjaldaliðir ESB (tölur frá 2011) 

 

  1. 45% fer í að tryggja samkeppnishæfni ESB og þróun á fátækari svæðum/ríkjum innan sambandsins („samheldni˝).
  2. 31% er varið í styrki til bænda. Tilgangur styrkveitinganna er ekki lengur að hámarka framleiðslu heldur er þeim varið í að tryggja öruggt framboð á landbúnaðarafurðum og matvælaöryggi, á viðráðanlegu verði. Einnig á að tryggja bændum sanngjarnar tekjur, meðal annars fyrir að vernda náttúruna. 
  3. 11% renna til dreifbýlisþróunar. 

 


Rannsóknir og þróun


Almennt séð veitir ESB einungis fjármunum til rannsóknarverkefna á sviðum þar sem skynsamlegt er að samnýta þekkingu og hæfileika innan sambandsins. Vísindalegar rannsóknaráætlanir, sem eru mikilvægur liður í að gera Evrópu samkeppnishæfa á alþjóðavettvangi, eru gott dæmi um þetta. 


ESB styður við samþætt rannsóknarverkefni sem unnin eru af evrópsku fræðafólk frá mismunandi aðildarríkjum. Þessi fjölþjóðlega nálgun gerir það að verkum að öll ríki ESB geta notið góðs af  niðurstöðum rannsóknanna sem síðan styður við þróun betri og sterkari hagskerfa.


Það eru fjölmörg fræðasvið sem njóta góðs af þessari nálgun en má þar nefna líftækni, upplýsingatækni, örtækni og geimrannsóknir. 


Hvað kostar að reka ESB?


Kostnaður við að reka stjórnsýslu ESB nemur um 6% af heildarfjárlögum sambandsins. Þessi kostnaður felur í sér kostnað við rekstur allra stofnana sambandsins (þá helst framkvæmdastjórnarinnar, Evrópuþingsins og ráðherraráðsins) sem og þýðingakostað og kostnað við ráðningu túlka sem gera upplýsingar um ESB aðgengilegar á öllum opinberum tungumálum sambandsins. Meira 
* Þessi texti er þýðing á efni sem fengið er af vefsíðu Evrópusambandsins: europa.eu


Til baka