This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Byggðastefna ESB

 

Að brúa hagsældarbilið


Þrátt fyrir að vera eitt ríkasta svæði heims er misskipting lífsgæða innan ESB mikil, bæði milli aðildarríkja og innan þeirra. Lúxemburg, ríkasta aðildarríkið, er til að mynda sjö sinnum auðugra en Rúmenía og Búlgaría sem eru nýjustu en jafnframt fátækustu aðildarlönd ESB.
Hins vegar hafa þau örvandi áhrif sem fylgja ESB aðild, ásamt kröftugri og hnitmiðaðri byggðastefnu, dregið úr þessari misskiptingu.Samstaða og samheldni

 

Byggðastefna ESB miðar að því að:

 • aðstoða hvert svæði til að nýta getu sína til fullnustu
 • bæta samkeppnishæfni og atvinnumál með fjárfestingum á svæðum með mikla vaxtagetu
 • bæta svo hratt sem auðið er lífskjör almennings innan þeirra ríkja sem gengið hafa inn í ESB síðan 2004 svo þau séu nær meðallaginu


Orsakir ójöfnuðar

 

Orsakir svæðisbundins ójöfnunar geta verið margar, m.a.:

 • langvarandi hömlur sem koma til vegna landfræðilegrar legu
 • nýtilkomnar félagslegar og efnahagslegar breytingar
 • arfleið af áður miðstýrðum hagkerfum
 • samblanda af þessum og öðrum þáttum

Áhrif þessara ókosta birtast of í:

 • samfélagslegri misskiptingu
 • lélegum skólum
 • hærra atvinnuleysi
 • ófullkomnum samfélagsinnviðum


Atvinnu- og vaxtasköpun

 

Hugmyndin er að byggðastefnan falli vel að markmiðum ESB um stuðning við vöxt og atvinnusköpun með því að:

 • gera ríki og svæði meira aðlaðandi fyrir fjárfesta með bættu aðgengi, bjóða upp á hágæða þjónustu (svo sem háhraða internet) og með því að varðveita umhverfislega möguleika
 • hvetja til nýsköpunar, frumkvöðlastarfsemi og örvunar þekkingarhagkerfisins með þróun samskipta- og upplýsingatækni
 • skapa fleiri og betri störf með því að laða fleira fólk til vinnu, bæta starfsskilyrði og auka fjárfestingu í mannauði


Fjármögnunarmöguleikar


Ríflega þriðjungur fjárlaga ESB fyrir árin 2007-2013 er varið í byggðamál - eða 347 milljörðum evra.


Fjármunirnir koma frá þremur mismunandi sjóðum eftir því hvað er verið að styrkja og hvar:

 • Byggðaþróunarsjóður Evrópu - samfélagsinnviðir almennt, nýsköpun og fjárfestingar
 • Félagsmálasjóður Evrópu - verknámsverkefni, annarskonar starfsaðstoð og atvinnusköpunarverkefni
 • Samheldnisjóðurinn - umhverfis- og samgönguverkefni og þróun endurnýjanlegra orkugjafa. Þessi sjóður er ætlaður 15 ríkjum þar sem kjör almennings eru lægri en 90% af meðaltali ESB (12 nýjustu aðildarríkin ásamt Portúgal, Grikklandi og Spáni njóta fjárveitinga úr þessum sjóði)


Hvernig fjármununum er varið

 

 • Byggðastefnan fjárfestir á öllum svæðum ESB, í samræmi við Evrópu 2020 markmiðin (Europe 2020 goals)
 • Sérstökum úrræðum er beitt í aðildarríkjum Mið- og Austur-Evrópu sem og á þeim svæðum í öðrum aðildarríkjum ESB sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda
 • Mikil áhersla er lögð á stuðning við nýsköpun og rannsóknir, sjálfbæra þróun og starfsþjálfun í þeim ríkjum sem eru skemur á veg komin. Sumum styrkjum er einnig veitt til þverþjóðlegra verkefna og samstarfsverkefna á milli svæða.


Meira

 

 

* Þessi texti er þýðing á efni sem fengið er af vefsíðu Evrópusambandsins: europa.eu.
Til baka