This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Hvað er ESB?

Evrópusambandið í stuttu máliKjarni ESB er aðildarríkin, þ.e. þau 28 ríki sem eiga aðild að sambandinu, og borgarar þeirra. Það sem er einstakt við ESB er að þrátt fyrir að ríkin séu öll fullvalda og sjálfstæð þá deila þau fullveldi sínu til að auka styrk sinn og stærðarhagkvæmni. Það að deila fullveldi þýðir í raun að aðildarríkin framselja hluta af ákvarðanatökuvaldi sínu til sameiginlegra stofnana sem þau hafa sett á laggirnar, til að hægt sé að taka lýðræðislegar ákvarðanir um málefni sem varða sameiginlega hagsmuni á samevrópskum vettvangi. Evrópusambandið er þannig á milli þess að vera sambandsríki líkt og Bandaríkin og milliríkjasamstarf eins og þekkist innan Sameinuðu þjóðanna.

Evrópusambandið hefur áorkað miklu frá stofnun þess á sjötta áratugnum. Það hefur komið á fót sameiginlegum markaði fyrir vörur og þjónustu í 28 löndum með 500 milljónir íbúa sem hafa frelsi til að flytja sig um set þangað sem þeir vilja. ESB skapaði sameiginlegan gjaldmiðil - evruna - sem er nú mikilvægur gjaldmiðill á heimsvísu og eykur hagkvæmni innri markaðarins. Sambandið veitir einnig hæstu framlög í heimi til þróunar- og mannúðarmála. Hér eru einungis nefnd nokkur af helstu verkefnum til þessa. Sé litið fram á veginn þá er ESB að vinna að því að koma Evrópu út úr yfirstandandi efnahagsvanda. Það er í fararbroddi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra. Samfara áætlunum um stækkun sambandsins aðstoðar það nágranna sína við að undirbúa aðild og í mótun er sameiginleg utanríkisstefna sem mun stuðla að auknu vægi evrópskra gilda í heiminum. Getan til að taka áhrifaríkar ákvarðanir á réttum tíma sem fylgt er eftir af krafti mun ráða því hvort þessi áform skili árangri.

1. Hvernig starfar Evrópusambandið?

2. Evrópuþingið: rödd fólksins

3. Leiðtogaráðið: stefnan mótuð

4. Ráðherraráðið: rödd aðildarríkjanna

5. Framkvæmdastjórnin: í þágu sameiginlegra hagsmuna

6. Þjóðþing aðildarríkjanna: nálægðarreglan í framkvæmd

7. Evrópudómstóllinn: lögum ESB fylgt eftir

8. Aðrar stofnanir ESB

9. Samskipti Íslands og ESB