This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

júní 14, 2013, 17:24

Vel sóttur fyrirlestur um sjávarútvegsstefnu ESB

Yfir 60 manns mættu á áhugaverðan fyrirlestur Ole Poulsen í Norræna húsinu í dag sem Evrópustofa stóð fyrir í samstarfi við Alþjóðamálastofnun.


Ole Poulsen er einn helsti sérfræðingur Dana í sjávarútvegsmálum. Hann starfaði í sjávarútvegsráðuneyti Dana í vel yfir þrjá áratugi, síðast sem ráðuneytisstjóri, og hefur verið einn helsti ráðgjafi danskra sjávarútvegsráðherra. Þá hefur hann einnig unnið að gerð alþjóðlegra samninga, m.a. í norður Atlantshafinu og að mótun og þróun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB.

Í fyrirlestri sínum fór Ole Poulsen yfir helstu endurbætur á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og ber þar helst að nefna algjört bann við brottkasti, áherslu á vistvænar og sjálfbærar veiðar og þá staðreynd að stjórnun fiskveiða færist í auknum mæli frá Brussel til aðildarríkjanna sjálfra. Að loknum fyrirlestri fóru fram líflegar umræður um sjávarútvegsstefnu ESB og breytingarnar sem munu byrja að taka gildi frá og með 1. janúar 2014.