This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

febrúar 24, 2012, 12:00

Loftslagsmál og Evrópusambandið

Evrópa - Samræður við fræðimenn

 

Staðsetning: Lögberg 101 frá kl. 12 til 13


Með hinum svonefnda orku- og loftslagspakka sem samþykktur var 2009 setti Evrópusambandið sér það markmið að fyrir árið 2020 yrði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um a.m.k. 20% miðað við losun ársins 1990. Meginstjórntækið er viðskiptakerfi með losunarheimildir sem er ætlað að skapa fjárhagslegan hvata til að draga úr losun. 

Í erindi sínu mun Navraj Ghaleigh, lektor við lagadeild Edinborgarháskóla, fjalla um það sem hann kallar annan loftslagspakka ESB. Hinn opinberi loftslags- og orkupakki ESB hefur verið lofsunginn bæði af þeim sem sömdu hann og fræðimönnum, en Ghaleigh mun velta upp þeim atriðum sem vandræðum kunna að valda. Var tiltrú ESB á markaðsstjórn gróðurhúsalofttegunda illa ígrunduð? Sýnir reynsla ESB að þessar væntingar standast ekki? 

Navraj Singh Galeigh er lektor við lagadeild Edinborgarháskóla og var áður lektor við King´s College í London. Hann stundaði nám við Cambridge háskóla, Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu og Kaliforníuháskóla í Berkeley. Hann hefur samið margar fræðigreinar um hinar lagalegu hliðar loftslagsmála og er þekktur sérfræðingur á þessu sviði. 

Fundurinn, sem er opinn öllum, er haldinn í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða og fer fram á ensku. Fundarstjóri er Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða.