This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

maí 10, 2015, 11:26

Ókeypis Evróputónleikar í kvöld!

Evrópsk alþýðutónlistarveisla í Hörpu 10. maí kl. 20.00.


Í tilefni Evrópudagsins býður Evrópustofa öllum til evrópskrar alþýðutónlistarveislu í Hörpu þar sem íslenska Balkansveitin Skuggamyndir frá Býsans mátar hrynfasta tónlist við kraftmikla keltneska alþýðutónlist leikna af írsku hljómsveitinni FullSet. Sérstakur gestur á tónleikunum verður söngkonan Ragnheiður Gröndal. Tónleikastjóri og kynnir er Guðni Franzon. 

Tónleikarnir eru tileinkaðir baráttunni gegn loftslagsbreytingum. 

Þann 9. maí ár hvert er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu. Á þeim degi árið 1950 lagði Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram tillögu sem myndaði grunninn að Evrópusambandinu. Í henni fólst hugmynd um nýja tegund pólitísks samstarfs sem myndi gera stríð milli Evrópuþjóða óhugsandi. Á Evrópudaginn er þeirra gilda sem liggja til grundvallar Evrópusambandinu minnst – að koma á sáttum milli þjóða Evrópu til að tryggja þar frið og velmegun.

Fyrstir koma, fyrstir fá
. Hægt er að nálgast miða frá 2. maí á www.harpa.is og í miðasölu Hörpu, sími 528 5050.

Fylgstu með á Facebook!