This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

nóvember 25, 2014, 13:10

Sigurvegari í spurningaleik Evrópustofu

Evrópustofa stóð fyrir off-venue í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina dagana 6.-7. nóvember og efndi af því tilefni til lauflétts spurningaleiks um Evrópu.


Fjölmargir létu sjá sig í Evrópustofu, nutu tónlistarinnar og léttra veitinga, og tóku þátt í spurningaleiknum. Stóri vinningurinn, gjafabréf með Icelandair að andvirði 40.000 kr., féll í hlut Evu Karenar Birgisdóttur, 18 ára nema á félagsfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlið en að auki var dregið um 5 smærri vinninga.

Evrópustofa þakkar öllum sem tóku þátt og óskar vinningshöfum hjartanlega til hamingju!