This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

janúar 23, 2015, 15:13

Sameiginlegur fundur utanríkisráðherra ESB

Barátta gegn hryðjuverkum og samskipti við Rússland efst á baugi


Baráttan gegn hryðjuverkum var efst á baugi á fyrsta formlega fundi utanríkisráðherra ESB árið 2015, í kjölfar árásanna í París og grimmdarverka Boko Haram í Nígeríu, sem og umræða um samskipti ESB og Rússlands.

Æðsti talsmaður stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum, Frederica Mogherini, stýrir máðarlegum fundum utanríkisráðherra ESB. Í samtali við fjölmiðla að fundi loknum lagði hún áherslu á nauðsyn þess að auka samhæfingu þegar kemur að hryðjuverkum, jafnt í tvíhliða samskiptum sem og á alþjóðavísu. Hún sagði jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að skipa aðstorðarmenn á sviði öryggismála í sendiráð ESB í viðeigandi löndum og að bæta þyrfti samskiptin við arabískumælandi íbúa heimsins. Nauðsynlegt væri að með bæta færni í að tala og rita arabísku, með það að markmiði að bæta samskiptin.

Eitt af aðalumræðuefnum fundarins voru samskipti ESB og Rússlands í kjölfar átakanna í Úkraínu og þvingunaraðgerða ESB gegn Rússlandi. Frederica Mogherini lagði áherslu á að stuðningur ESB við Úkraínu myndi ekki breytast og benti á nauðsyn þess að kanna frekari leiðir til þess að skapa umræðu og auka bein samskipti eistaklinga, svo Evrópusambandið geti átt í meiri samskiptum við rússnesku þjóðina, frekar en yfirvöld í Rússlandi.

Þá lagði Frederica Mogherini einnig fram yfirlýsingu fyrir hönd ESB um grimmdarverk Boko Haram sem hafa kostað hundruðir mannslífa.

Frekari upplýsingar er að finna hér.