This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

júní 8, 2015, 13:58

Plast-strendur

Sameinuðu þjóðirnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Evrópustofa bjóða til sýningar á myndinni Plast-strendur og umræðu um plastmengun í sjónum í tilefni af Alþjóðlegum degi hafsins 8. júní. Sýningin hefst kl. 20:00 og fer fram í Bíó Paradís Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík. Allir velkomnir!


Að myndinni lokinni taka þátt í umræðum um efni myndarinnar Egill Helgason, sjónvarpsmaður, Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Matís og Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.

  

  • Nú eru í höfunum 1 kíló af plasti fyrir hver 3 kíló af fiski 
  • Við Norðursjó finnst plast  í maga 94% fugla.  
  • Plastagnir geta fundið sér leið inn í vefi líkamans.  
  • 70 milljónum plastpoka er fleygt á hverju ári  á Íslandi og stór hluti endar í hafinu 
  • 8 átta milljörðum plastpoka er fleygt í Evrópu á ári 

Myndin heitir á frummálinu Plastic shores og er leikstýrð af Edward Scott-Clarke. Hér má sjá kynningarbút um myndina: http://plasticshoresmovie.com/index.html 

Myndin er á ensku (án texta) og sýningartími ein klukkustund.

Enginn aðgangseyrir!

Að sýningu myndarinnar standa Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC),  Samband fyrirtækja í sjávarútvegi, Evrópustofa og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.


CINÉ ONU, er heitið á sýningu kvikmynda og umræðna sem UNRIC efnir til í samstarfi við heimamenn í fjölmörgum Evrópuríkjum.