This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

febrúar 22, 2012, 15:06

Orðalag vegna yfirstandandi ljósmyndasamkeppni

Evrópustofa hefur fengið ábendingu um orðalag vegna yfirstandandi ljósmyndasamkeppni

 

 

Evrópustofa hefur fengið ábendingu um að orðalag vegna yfirstandandi  ljósmyndasamkeppni sé ekki nægilega skýrt hvað varðar höfundarrétt. Evrópustofa gætir að sjálfsögðu réttinda myndhöfunda í hvívetna en að gefnu tilefni er rétt að skerpa á orðalagi þeirra skilmála sem um keppnina gilda – og þátttakendur verða að undirgangast ef þeir vilja vera með.

Með þátttöku í keppninni veitir ljósmyndari Evrópustofu rétt til að:

•    Nota myndir sem berast í keppnina endurgjaldslaust í kynningarefni í tvö ár eftir að keppni lýkur.
•    Prenta myndirnar og hafa til sýnis endurgjaldslaust í tvö ár eftir að keppni lýkur.
Evrópustofa mun semja um allar aðrar birtingar beint við viðkomandi ljósmyndara,. Eftir að úrslit hafa verið tilkynnt munu ljósmyndarar hafa fullan rétt til að sýna og eða selja sínar myndir

Haft verður samband við þátttakendur sem þegar hafa sent inn myndir í keppnina og þeim gerð grein fyrir þessum skilmálum – til að fyrirbyggja misskilning.