This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

júlí 3, 2013, 12:00

Opinn fundur í HÍ, Lögbergi 101

BRESKI SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN, ÍHALDSFLOKKURINN OG VIÐHORF TIL EVRÓPUSAMRUNANS Í BRETLANDI.


Í Bretlandi hafa efasemdir um aðild að Evrópusambandinu löngum verið meiri en í öðrum aðildarríkjum. Efasemdaraddirnar eru nú svo háværar að sá möguleiki virðist vera fyrir hendi að umtalsverðar breytingar verði á sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Í fyrirlestrinum verður fjallað um vaxandi efasemdir í garð Evrópusambandsins í breskum stjórnmálum og í því sambandi einblínt á Breska sjálfstæ ðisflokkinn (UKIP) og Íhaldsflokkinn. Breski sjálfstæðisflokkurinn, sem leggur mikla áherslu á að ýta undir efasemdir um Evrópusambandsaðild Bretlands og vill að Bretland segi sig úr sambandinu, hefur aukið fylgi sitt gríðarlega undanfari ð og því er spáð að flokkurinn fái flest atkvæði í kosningunum til Evrópuþingsins í Bretlandi á næsta ári. Íhaldsflokkurinn er klofinn í afstö ðu sinni til Evrópusambandsins og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lofað því að ef Íhaldsflokkurinn verður kosinn til valda árið 2015 muni ríkisstjórnin endursemja við Evrópusambandið og í framhaldi af því setja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir viðhorf almennings í Bretlandi til Evrópusamrunans og spurt - ef haldin verður þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Bretlands að Evrópusambandinu, hver verður niðurstaðan? Að lokum verður efni fyrirlestrarins sett í samhengi við íslensk stjórnmál í dag.

Dr. Philip Lynch er dósent í stj órnmálafræði við háskólann í Leicester og dr. Richard Whitaker er lektor í stj órnmálafræði við sama skóla.

Fundarstjóri er dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Fundurinn er hluti af fundaröð Alþjóðamálastofnunar EVRÓPUSAMRÆÐUR 2012-2013.