This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

júlí 1, 2015, 14:57

#MittFramlag - ljósmyndaleikur

Skipta loftslagsbreytingar þig máli?


Evrópustofa stendur fyrir léttum og skemmtilegum ljósmyndaleik um loftslagsbreytingar í sumar í samstarfi við Umhverfisstofnun, Náttúruverndarsamtök Íslands, Reykjavíkurborg, Franska sendiráðið, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur Evrópu og Kapal. 

Taktu þátt og leggðu þitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þú tekur mynd af einhverju í umhverfinu – hverju sem er – sem minnir á loftslagsbreytingar og bætta umgengni við náttúrna og deilir myndinni á samfélagsmiðlum: Instagram, Twitter eða Facebook* og merkir myndirnar #MittFramlag. Með þátttöku í verkefninu hvetur þú til aukinnar árvekni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, tekur þátt í skemmtilegum leik og getur unnið glæsilega vinninga.

Leggðu baráttunni lið – vertu með!

*Athugið, ef mynd er deilt á Facebook skal deila henni í jósmyndaleik á Facebook síðu verkefnisins www.facebook.com/MittFramlag. Athugið einnig að aðgangur að Instagram sé opinn svo myndin skili sér í leikinn. Hverri mynd má gjarnan fylgja stuttur myndatexti.

Loftslagsbreytingar eru ekki bara vandi fyrir sérfræðinga sem mæta á ráðstefnur – heldur er um að ræða vanda sem snýr að öllum jarðarbúum og snertir okkur öll – sem og komandi kynslóðir. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að vera meðvitaður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga og hvað hver og einn getur lagt af mörkum til að draga úr afleiðingum þeirra.

Hver er stærsti litli hluturinn sem þú getur gert í dag til að draga úr loftslagsbreytingum? Ætlar þú að hjóla, ganga eða nýta almenningssamgöngur? Gróðursetja og kolefnisjafna? Nota minna plast og stuðla að minni mengun? Ætlar þú að fræðast um loftslagsbreytingar, hugsanlegar afleiðingar þeirra og þau markmið sem þjóðir heims eru að setja sér um þessar mundir til að draga úr þeim?

Kynntu þér stefnu ESB í umhverfismálum og framlag sambandsins til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum!

Frekari upplýsingar um ljósmyndaleikinn og loftslagsbreytingar er að finna á síðunni www.mittframlag.is.